Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2021 22:38 Samkvæmt heimildum Vísis eru það eitthvað á þessa leið sem uppstillingarnefndin leggur upp með að efstu sæti í kjördæmum Reykjavíkur verði skipuð. Kristrún Frostadóttir og Helga Vala Helgadóttir munu að öllum líkindum skipa efstu sætin tvö en í öðru sæti á lista í sitthvoru kjördæminu ætlar uppstillingarnefnd að Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson fyrrverandi blaðamaður skipi. visir/vilhelm/Samfylkingin Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40
Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56