Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 20:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. Síðustu þrjú ár hafa veiðigjöld lækkað frá ári til árs og námu á síðasta ári um 4,8 milljörðum króna. Í lok árs 2018 breyttust lög um veiðigjald og samkvæmt afar einföldu dæmi eru þau nú reiknuð þannig. Upphæð álagðs veiðigjalds í milljörðum.Vísir Veiðigjald byggir á afkomu útgerðar tvö ár aftur í tímann. Allar útgerðir í landinu veiða þúsund kíló af þorski - aflaverðmæti er 300.000 kr. Hlutdeild þorsks af kostnaði útgerðar er 250.000 kr. þ.e. fastur og breytilegur kostnaður við veiðarnar. Hagnaður útgerða samtals í landinu af veiðum á þorski er 50.000 kr. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50 Ríkið fær 33% af 50 kr. sem er 16,50 kr. fyrir hvert kíló af þorskinum. Þannig er verð á hverri tegund úr raun reiknað. Samkvæmt útreikningum á veiðigjöldum sem byggja á gögnum frá Hagstofunni og Fiskistofu og miðað er við hvernig útgerðir hafa gert upp við ríkisskattstjóra síðan nýju lögin tóku gildi hefði útgerðin greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núverandi lög hefðu gilt þá. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50.Vísir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, neitar því að veiðigjöld síðustu ára hafi lækkað vegna breytinga á lögum um gjaldið árið 2018. „Ég held að það skipti hér meginmáli hvaða tímabil er skoðað. Ef við værum að skoða til dæmis árið 2020 þá greiddi útgerðin 4,8 milljarða í veiðigjald. Samkvæmt eldri lögum hefði það verið 3,1 milljarður. Þannig að samkvæmt nýju lögunum er þetta 50 prósent hærra. Sama á við um árið í ár, veiðigjaldið er áætlað 7,5 milljarðar, það hefði verið fimm milljarðar samkvæmt eldri lögum,“ segir Heiðrún Lind. „Það var nákvæmlega þetta sem löggjafinn var að reyna að gera, það var að reyna að minnka þessar rosalegu sveiflur í veiðigjaldinu,“ segir Heiðrún. Hún segir að helstu breytingar með nýjum lögum sé að fastur kostnaður útgerða eins og fjárfestingar hefur nú áhrif á veiðigjaldið til lækkunar en á móti komi að gjaldið sé ekki lengur frádráttarbært frá skatti. „Í raun viðurkennir löggjafinn ákveðna hvata til fjárfestinga með því að hluti fjárfestinga sé frádráttarbær. Það eru auðvitað sameiginlegir hagsmunir okkar sem samfélags að við aukum verðmæti sem frá sjávarútvegi kemur,“ segir Heiðrún. „En á móti kom að það voru líka liðir sem leiddu til hækkunar, eins og álagið á uppsjávarveiðar og að veiðigjald sé ekki frádráttarbært,“ segir hún. Teljið þið núverandi lög sanngjörn? „Við hefðum gjarnan viljað ganga lengra þegar breytingin var gerð á veiðigjaldinu. Staðreyndin er bara sú að sjávarútvegurinn hefur greitt á umliðnum árum um það bil 20 prósent af hagnaði sem sjávarútvegurinn hefur greitt í auðlindagjaldið,“ segir Heiðrún Lind. Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Síðustu þrjú ár hafa veiðigjöld lækkað frá ári til árs og námu á síðasta ári um 4,8 milljörðum króna. Í lok árs 2018 breyttust lög um veiðigjald og samkvæmt afar einföldu dæmi eru þau nú reiknuð þannig. Upphæð álagðs veiðigjalds í milljörðum.Vísir Veiðigjald byggir á afkomu útgerðar tvö ár aftur í tímann. Allar útgerðir í landinu veiða þúsund kíló af þorski - aflaverðmæti er 300.000 kr. Hlutdeild þorsks af kostnaði útgerðar er 250.000 kr. þ.e. fastur og breytilegur kostnaður við veiðarnar. Hagnaður útgerða samtals í landinu af veiðum á þorski er 50.000 kr. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50 Ríkið fær 33% af 50 kr. sem er 16,50 kr. fyrir hvert kíló af þorskinum. Þannig er verð á hverri tegund úr raun reiknað. Samkvæmt útreikningum á veiðigjöldum sem byggja á gögnum frá Hagstofunni og Fiskistofu og miðað er við hvernig útgerðir hafa gert upp við ríkisskattstjóra síðan nýju lögin tóku gildi hefði útgerðin greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núverandi lög hefðu gilt þá. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50.Vísir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, neitar því að veiðigjöld síðustu ára hafi lækkað vegna breytinga á lögum um gjaldið árið 2018. „Ég held að það skipti hér meginmáli hvaða tímabil er skoðað. Ef við værum að skoða til dæmis árið 2020 þá greiddi útgerðin 4,8 milljarða í veiðigjald. Samkvæmt eldri lögum hefði það verið 3,1 milljarður. Þannig að samkvæmt nýju lögunum er þetta 50 prósent hærra. Sama á við um árið í ár, veiðigjaldið er áætlað 7,5 milljarðar, það hefði verið fimm milljarðar samkvæmt eldri lögum,“ segir Heiðrún Lind. „Það var nákvæmlega þetta sem löggjafinn var að reyna að gera, það var að reyna að minnka þessar rosalegu sveiflur í veiðigjaldinu,“ segir Heiðrún. Hún segir að helstu breytingar með nýjum lögum sé að fastur kostnaður útgerða eins og fjárfestingar hefur nú áhrif á veiðigjaldið til lækkunar en á móti komi að gjaldið sé ekki lengur frádráttarbært frá skatti. „Í raun viðurkennir löggjafinn ákveðna hvata til fjárfestinga með því að hluti fjárfestinga sé frádráttarbær. Það eru auðvitað sameiginlegir hagsmunir okkar sem samfélags að við aukum verðmæti sem frá sjávarútvegi kemur,“ segir Heiðrún. „En á móti kom að það voru líka liðir sem leiddu til hækkunar, eins og álagið á uppsjávarveiðar og að veiðigjald sé ekki frádráttarbært,“ segir hún. Teljið þið núverandi lög sanngjörn? „Við hefðum gjarnan viljað ganga lengra þegar breytingin var gerð á veiðigjaldinu. Staðreyndin er bara sú að sjávarútvegurinn hefur greitt á umliðnum árum um það bil 20 prósent af hagnaði sem sjávarútvegurinn hefur greitt í auðlindagjaldið,“ segir Heiðrún Lind.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00
Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21
Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50