Lætur ekki undan þrýstingi en ætlar sér formennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 16:55 Helgi Pétursson ætlar sér í formanninn þrátt fyrir engar áskoranir. Fólkið í kringum hann tekur tíðindunum vel. Aðsend Helgi Pétursson, tónlistarmaður og einn forsvígsmanna Gráa hersins, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi eldri borgara. Hann segir engan hafa skorað á sig að gefa kost á sér til formennsku. Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu. Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu.
Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira