Bannað að snertast en 150 þúsund smokkum dreift Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 12:30 Fræg smokkaauglýsing fataframleiðandans Benetton sem birtist í blöðum í kringum Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Getty/Claire Mackintosh Fremstu íþróttastjörnur heims hafa fengið misvísandi skilaboð í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó sem fara fram í sumar þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem geysar. Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira