Hótel íslensku stelpnanna hengdi upp áritaða íslenska landsliðstreyju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 12:01 Hér má sjá íslensku landsliðstreyjuna komna upp á vegg. KKÍ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er nýkomið heim eftir FIFA búbblu í Slóveníu þar sem liðið spilaði tvo leiki í undankeppni. Íslenska liðið tapaði 59-95 á móti Grikklandi og 59-96 á móti heimastúlkum í Slóveníu sem unnu riðilinn. Körfuknattleikssambandið segir frá því á miðlum sínum að hótelið sem hýsti íslenska liðið hafi lagt fram sérstaka beiðni hjá íslenska hópnum. „Slóvenar bera mjög mikla virðingu fyrir Íslandi og íslenskum körfubolta og fann hópurinn okkar það mjög sterkt í síðustu viku,“ segir í frétt á fésbókarsíðu KKÍ. „Eigandi hótelsins óskaði eftir því að fá landsliðstreyju frá okkur áritaða til að setja upp á heiðursvegg hótelsins. Þegar við gáfum honum treyjuna á síðasta kvöldið okkar í Slóveníu var hann ekki lengi að bregðast við og treyjan sett upp á nokkrum mínútum. Allar líkur á því að þetta sé í fyrsta sinn sem árituð treyja landsliðanna okkar er sett upp á heiðursvegg á hóteli erlendis,“ segir ennfremur í fréttinni. Þrettán leikmenn voru í íslenska hópnum í þessari ferð til Slóveníu. Tólf leikmenn voru á skýrslu og ein var síðan til vara ef eitthvað kæmi upp. Leikmennirnir sem skrifuðu á treyjuna eru Anna Ingunn Svansdóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Það kom einnig fram í fréttinni hjá KKÍ að forráðamenn íslenska og slóvenska körfukuknattleikssambandanna hafi sammælst um að efla enn frekar samstarf landanna og skoða ýmsa möguleika á samstarfi þegar hægist um í heimsfaraldri COVID 19. Slóvenar eru sterk körfuboltaþjóð og hafa á að skipa einu besta landsliði kvenna í Evrópu í dag og landslið karla urðu...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Körfubolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 59-95 á móti Grikklandi og 59-96 á móti heimastúlkum í Slóveníu sem unnu riðilinn. Körfuknattleikssambandið segir frá því á miðlum sínum að hótelið sem hýsti íslenska liðið hafi lagt fram sérstaka beiðni hjá íslenska hópnum. „Slóvenar bera mjög mikla virðingu fyrir Íslandi og íslenskum körfubolta og fann hópurinn okkar það mjög sterkt í síðustu viku,“ segir í frétt á fésbókarsíðu KKÍ. „Eigandi hótelsins óskaði eftir því að fá landsliðstreyju frá okkur áritaða til að setja upp á heiðursvegg hótelsins. Þegar við gáfum honum treyjuna á síðasta kvöldið okkar í Slóveníu var hann ekki lengi að bregðast við og treyjan sett upp á nokkrum mínútum. Allar líkur á því að þetta sé í fyrsta sinn sem árituð treyja landsliðanna okkar er sett upp á heiðursvegg á hóteli erlendis,“ segir ennfremur í fréttinni. Þrettán leikmenn voru í íslenska hópnum í þessari ferð til Slóveníu. Tólf leikmenn voru á skýrslu og ein var síðan til vara ef eitthvað kæmi upp. Leikmennirnir sem skrifuðu á treyjuna eru Anna Ingunn Svansdóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Það kom einnig fram í fréttinni hjá KKÍ að forráðamenn íslenska og slóvenska körfukuknattleikssambandanna hafi sammælst um að efla enn frekar samstarf landanna og skoða ýmsa möguleika á samstarfi þegar hægist um í heimsfaraldri COVID 19. Slóvenar eru sterk körfuboltaþjóð og hafa á að skipa einu besta landsliði kvenna í Evrópu í dag og landslið karla urðu...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Körfubolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira