Fótbolti

Sýndi gamla yfirmanninum sínum fingurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Conte sýnir Andrea Agnelli fingurinn.
Antonio Conte sýnir Andrea Agnelli fingurinn.

Antonio Conte, knattspyrnustjóra Inter, og Andrea Angelli, forseta Juventus, lenti saman í leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli sem dugði Juventus til að komast í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Juventus vann fyrri leikinn gegn Inter, 1-2.

Conte var að venju heitt í hamsi á hliðarlínunni og beindi reiði sinni að Agnelli sem fylgdist með leiknum úr stúkunni. Agnelli réði Conte sem stjóra Juventus 2011 og sá síðarnefndi gerði liðið þrívegis að ítölsku meisturum. Samband þeirra versnaði hins vegar með tímanum og Conte hætti óvænt hjá Juventus 2014.

Svo virðist sem ekki hafi gróið um heilt milli þeirra Contes og Agnellis, allavega ekki miðað við leikinn í gær.

Á leið sinni til búningsherbergja í hálfleik rak Conte löngutöng upp í loftið og í átt að hans gamla yfirmanni. Eftir leikinn hljóp Agnelli svo að varamannabekk Inter og ákvað að nudda salti í sár Inter-manna með því að ausa fúkyrðum yfir Conte.

Eftir leikinn vildi Conte lítið tjá sig um samskiptin við Agnelli en sakaði Juventus um virðingarleysi. 

„Juventus ætti að segja sannleikann. Ég held að fjórði dómarinn hafi heyrt og séð allt sem gekk á í leiknum. Þeir ættu að vera kurteisari að mínu mati. Þeir þurfa að sýna meiri íþróttamennsku og virðingu,“ sagði Conte.


Tengdar fréttir

Juventus í úr­slit eftir marka­laust jafn­tefli gegn Inter

Juventus og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í síðari undanúrslitaleik liðanna í ítalska bikarnum. Þar sem Juventus vann fyrri leik liðanna 2-1 þá er liðið komið í úrslit í 20. skipti í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×