Liverpool hefur grætt oftar en tapað á markaðnum síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:00 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp með leikmönnunum Roberto Firmino, Diogo Jota, Fabinho og Andrew Robertson. Getty/Laurence Griffiths Liverpool hefur ekki eytt miklu í nýja leikmenn síðustu misseri miðað við nágranna þeirra frá Manchester borg og þetta sést vel í fróðlegri úttekt CIES Football Observatory. Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér taktík Liverpool á félagsskiptamarkaðnum í kjölfar þess að spekingum finnst vanta talsvert upp á breidd Liverpool liðsins til að geta haldið í við Manchester liðin tvö. Það er í það minnsta ljóst að Liverpool er að kosta til miklu minni pening í leikmenn en Manchester City og Manchester United þegar er borið saman það sem félög kaupa og selja af leikmönnum undanfarin fimm ár. CIES Football Observatory hefur verið að gera upp kaup og sölur félaga undanfarið og setja þau í samhengi við síðustu tímabil. Í einni af samantektinni hjá CIES þá var settur fram athyglisverður samanburður á þremur liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eða liðum Manchester City, Manchester United og Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm tímabil og hversu mikið þessi þrjú félög hafa komið út í plús eða mínus í viðskiptum sínum með leikmenn. View this post on Instagram A post shared by CIES Football Observatory (@cies_football) Eins og sjá má í þessari grafík þá hafa Manchester City og Mancheter United eytt miklu meira í leikmenn og þá hafa þau aldrei verið í plús í viðskiptum sínum með leikmenn. City kom eitt tímabil út á sléttu en annars eru þessi bæði félög alltaf í mínus. Liverpool hefur aftur á móti grætt oftar á leikmannasölum en liðið hefur tapað. Á þremur af síðustu fimm tímabilum þá hefur Liverpool fengið inn meiri pening fyrir sölur á leikmönnum en félagið hefur borgað fyrir nýja leikmenn. Það er líka gríðarlegur munur á nettóeyðslu þessara þriggja félaga. Manchester City hefur alls eytt 631 milljón evra meira í keypta leikmenn en félagið hefur fengið fyrir sölu á leikmönnum. Manchester United er ekki langt á eftr með 583 milljónir evra í mínus. Liverpool hefur aftur á móti bara eytt 129 milljónum evra meira í nýja leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn í staðinn. Nú er spurning hvort Jürgen Klopp mæti með þessa samantekt á næsta fund sinn með stjórninni til að pressa á það að fá að eyða í nýja leikmenn næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira