Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 18:01 Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. Kári, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, funduðu í dag með fulltrúum Pfizer um mögulega rannsókn á virkni bóluefna hér á landi. Í gegnum þá rannsókn hefði verið hægt að bólusetja Íslendinga tiltölulega fljótt. Í viðtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Kári að þegar viðræður við Pfizer hófust hafi smituðum hér á landi fjölgað um 20 til 25 manns á dag. Þá hafi forsvarsmenn Pfizer verið áhugasamir um tilraun og hægt hafi verið að réttlæta það að hleypa 500 þúsund skömmtum af bóluefni til landsins á þeim grundvelli að hægt væri að sækja þekkingu sem myndi gagnast um allan heim. Nú séu tilfelli fá, ef einhver, á degi hverju. „Það er því ólíklegt að hægt sé að nota þessa öguðu þjóð til að sækja nýja þekkingu sem lýtur að þessu bóluefni,“ sagði Kári. Kári segir hverfandi líkur á því að gerður verði samningur. Kári segist nú búast við því að mögulega verði Íslendingar búnir að ná svokölluðu hjarðónæmi seint í haust. Í það minnsta samkvæmt áætlun Evrópusambandsins, þar sem fram kemur að í lok september eigi að vera búið að bólusetja 200 þúsund Íslendinga. Með því að viðræðunum við Pfizer sé lokið séum við í svipaðri stöðu og aðrar þjóðir. Jafnvel betri, þar sem vel hafi gengið að verjast nýju kórónuveirunni hér á landi. „Við þurfum að geta horft framan í okkur sjálf og réttlætt það að taka inn bóluefni á undan öðrum. Réttlætingin var sú að það væri hægt að gera hér tilraun sem byggi til þekkingu sem nota mætti annarsstaðar í heiminum.“ segir Kári. „Ef það er ekki hægt, þá verðum við bara að sitja og bíða.“ Kári segir að fulltrúum Pfizer hafi einnig verið bent á aðrar rannsóknir sem hægt væri að gera hér á landi en erfitt að gera annarsstaðar. Þegar væri búið að vinna mikla vinnu hér á landi. Það hafi ekki dugað til þar sem ekki væri hægt að mæla áhrif bóluefnis á dreifingu faraldursins. „Það er ekki spurning um það að ef við hefðum haft svolítið fleiri tilfelli, þá hefði mátt sækja á undraskömmum tíma, ansi mikið innsæi inn í það hvernig svona bóluefni virkar. En svona er þetta,“ segir Kári. „Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að það væri heimskulegt að óska yfir okkur fleiri tilfellum. Við erum núna fórnarlömb eigin árangurs, sem er dálítið kaldranalegt en bara satt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Kári, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, funduðu í dag með fulltrúum Pfizer um mögulega rannsókn á virkni bóluefna hér á landi. Í gegnum þá rannsókn hefði verið hægt að bólusetja Íslendinga tiltölulega fljótt. Í viðtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Kári að þegar viðræður við Pfizer hófust hafi smituðum hér á landi fjölgað um 20 til 25 manns á dag. Þá hafi forsvarsmenn Pfizer verið áhugasamir um tilraun og hægt hafi verið að réttlæta það að hleypa 500 þúsund skömmtum af bóluefni til landsins á þeim grundvelli að hægt væri að sækja þekkingu sem myndi gagnast um allan heim. Nú séu tilfelli fá, ef einhver, á degi hverju. „Það er því ólíklegt að hægt sé að nota þessa öguðu þjóð til að sækja nýja þekkingu sem lýtur að þessu bóluefni,“ sagði Kári. Kári segir hverfandi líkur á því að gerður verði samningur. Kári segist nú búast við því að mögulega verði Íslendingar búnir að ná svokölluðu hjarðónæmi seint í haust. Í það minnsta samkvæmt áætlun Evrópusambandsins, þar sem fram kemur að í lok september eigi að vera búið að bólusetja 200 þúsund Íslendinga. Með því að viðræðunum við Pfizer sé lokið séum við í svipaðri stöðu og aðrar þjóðir. Jafnvel betri, þar sem vel hafi gengið að verjast nýju kórónuveirunni hér á landi. „Við þurfum að geta horft framan í okkur sjálf og réttlætt það að taka inn bóluefni á undan öðrum. Réttlætingin var sú að það væri hægt að gera hér tilraun sem byggi til þekkingu sem nota mætti annarsstaðar í heiminum.“ segir Kári. „Ef það er ekki hægt, þá verðum við bara að sitja og bíða.“ Kári segir að fulltrúum Pfizer hafi einnig verið bent á aðrar rannsóknir sem hægt væri að gera hér á landi en erfitt að gera annarsstaðar. Þegar væri búið að vinna mikla vinnu hér á landi. Það hafi ekki dugað til þar sem ekki væri hægt að mæla áhrif bóluefnis á dreifingu faraldursins. „Það er ekki spurning um það að ef við hefðum haft svolítið fleiri tilfelli, þá hefði mátt sækja á undraskömmum tíma, ansi mikið innsæi inn í það hvernig svona bóluefni virkar. En svona er þetta,“ segir Kári. „Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að það væri heimskulegt að óska yfir okkur fleiri tilfellum. Við erum núna fórnarlömb eigin árangurs, sem er dálítið kaldranalegt en bara satt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16