Jalen Jackson til Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 14:05 Israel Martin, þjálfari Hauka, er loksins kominn með fullskipað lið. Vísir/Vilhelm Haukarnir eru búnir að finna nýjan bandarískan leikmann í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa verið án bandarísks leikmanns eftir áramót. Körfuknattleiksdeild Hauka segir frá því á miðlum sínum að hún hafi samið við Jalen Jackson um að spila með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Hann kemur í stað Earvin Morris sem meiddist Morris á síðustu æfingu fyrir sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu. Jalen Jackson er 26 ára vængmaður og kemur frá Little Rock skólanum í Arkansas. Hann hefur reynslu úr Evrópuboltanum og hefur spilaði í Rúmeníu, Finnlandi og Ísrael. Fyrir þessa leiktíð var hann búinn að semja við lið í Lúxemborg en eftir aðeins einn leik var mótinu slegið á frest, líkt og á Íslandi, sökum kórónuveirunnar. Í þessum eina leik í Lúxemborg skoraði Jackson 18 stig og tók 8 fráköst. Í finnsku deildinni spilaði Jackson bæði fyrir Helsinki Seagulls sem og KTP-Basket. Hjá KTP var hann með 15,6 stig og rúmlega 6 fráköst. Að auki var hann annar í stolnum boltum og sjöundi í vörðum skotum. Jackson stoppaði stutt við í Ísrael þar sem honum var skipt út fyrir hærri leikmann og samdi svo við Sparta í Lúxemborg síðasta sumar þar sem hann náði að spila einn leik eins og fram hefur komið. Í ljósi þess að tímabilið var sett á ís ákváðu forsvarsmenn Sparta að losa sína erlendu leikmenn undan samningi. „Jackson kemur til með að koma jafnvægi á sóknarleikinn okkar þar sem hann getur leyst margar stöður á vellinum,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka um komu Jalen Jackson til Hauka í fréttinni á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Hauka. „Hann er sterkur í því að finna opnanir án boltans og góður að keyra á kröfuna og á varnarendanum er hann öflugur og þá sér í lagi frá boltanum.“ Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið til sín Jalen Jackson til að fylla í skarð Earvin Morris sem því miður náði ekki...Posted by Haukar körfubolti on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hauka segir frá því á miðlum sínum að hún hafi samið við Jalen Jackson um að spila með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Hann kemur í stað Earvin Morris sem meiddist Morris á síðustu æfingu fyrir sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu. Jalen Jackson er 26 ára vængmaður og kemur frá Little Rock skólanum í Arkansas. Hann hefur reynslu úr Evrópuboltanum og hefur spilaði í Rúmeníu, Finnlandi og Ísrael. Fyrir þessa leiktíð var hann búinn að semja við lið í Lúxemborg en eftir aðeins einn leik var mótinu slegið á frest, líkt og á Íslandi, sökum kórónuveirunnar. Í þessum eina leik í Lúxemborg skoraði Jackson 18 stig og tók 8 fráköst. Í finnsku deildinni spilaði Jackson bæði fyrir Helsinki Seagulls sem og KTP-Basket. Hjá KTP var hann með 15,6 stig og rúmlega 6 fráköst. Að auki var hann annar í stolnum boltum og sjöundi í vörðum skotum. Jackson stoppaði stutt við í Ísrael þar sem honum var skipt út fyrir hærri leikmann og samdi svo við Sparta í Lúxemborg síðasta sumar þar sem hann náði að spila einn leik eins og fram hefur komið. Í ljósi þess að tímabilið var sett á ís ákváðu forsvarsmenn Sparta að losa sína erlendu leikmenn undan samningi. „Jackson kemur til með að koma jafnvægi á sóknarleikinn okkar þar sem hann getur leyst margar stöður á vellinum,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka um komu Jalen Jackson til Hauka í fréttinni á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Hauka. „Hann er sterkur í því að finna opnanir án boltans og góður að keyra á kröfuna og á varnarendanum er hann öflugur og þá sér í lagi frá boltanum.“ Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið til sín Jalen Jackson til að fylla í skarð Earvin Morris sem því miður náði ekki...Posted by Haukar körfubolti on Mánudagur, 8. febrúar 2021
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira