Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 22:40 Róbert Marshall hefur nokkra reynslu af þingstörfum. Vísir/vilhelm Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira