Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 22:40 Róbert Marshall hefur nokkra reynslu af þingstörfum. Vísir/vilhelm Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Þetta tilkynnti hann í myndbandi á Facebook-síðu sinni fyrr í dag sem var sent út frá Holtavörðuheiði. Tæpar tvær vikur eru frá því að Róbert staðfesti í samtali við Vísi að hann íhugaði að bjóða sig fram í forvali flokksins. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, sækjast einnig eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk einungis eitt þingsæti í kjördæminu í síðustu alþingkosningum. „Listanum væri svo sannarlega sómi að því að hafa þau í oddvitasæti líka. Ég er ekki að keppa við þau. Ég er í rauninni bara að gefa kost á því að ég sé valinn þarna til að leiða listann,“ segir Róbert í tilkynningu sinni. Ari Trausti Guðmundsson, eini þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi tilkynnti í nóvember að hann ætlaði ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Setið á þingi fyrir tvo flokka Róbert hyggst fara í launalaust leyfi frá starfi sínu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar þegar framboðsfrestur í forvalinu rennur út þann 8. mars og bætir við að hann muni væntanlega hætta störfum þar fljótlega ef hann verður valinn oddviti í kjördæminu. Róbert hefur nokkra reynslu af þingstörfum og átti sæti á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð árin 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins. Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um lengi í fjölmiðlum og var svo aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira