Max Montana: Ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina Atli Freyr Arason skrifar 7. febrúar 2021 21:49 Max Montana vísir/Getty Max Montana spilaði sinn fyrsta leik í Dominos deildinni í 107-81 sigri Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Max segir fyrstu kynni sín af deildinni séu góð. „Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum. Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
„Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum.
Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50