Landsréttur neitar að viðurkenna faðerni þrátt fyrir jákvæða erfðafræðirannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:00 Í dómnum er meðal annars rakin saga barnalaga. Áhugaverður dómur féll í Landsrétti á dögunum þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri mögulegt að fallast á kröfu systkina um að faðir þeirra hefði verið sonur ákveðins manns, jafnvel þótt mannerfðafræðileg rannsókn hefði leitt í ljós að 99 prósent líkur væru á að hann væri það sannarlega. Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild. Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild.
Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira