Þá sjáum við myndir frá hamförum á Indlandi þegar brot úr jökli hrundi úr Himalaya-fjöllum í dag. Á annað hundrað manns er saknað. Við segjum einnig frá málefnum tengdum Guðmundi Felix Grétarssyni sem fékk nýverið hendur græddar á sig. Hann greindi frá því í dag að líkaminn væri byrjaður að hafna höndunum.
Einnig heyrum við hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur að segja um hugmyndir um Borgarlínuna. Þetta og fleira á slaginu 18:30 á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.