Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog. Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“ Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“
Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira