„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:00 Vilhjálmur Kári segir ekkert annað en titilbaráttu koma til greina hjá Blikum næsta sumar þó svo að fjórar landsliðskonur séu horfnar á braut. Stöð 2 Sport „Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær. „Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti