Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þór 33-24 | Selfoss með öruggan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2021 20:00 Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mörk fyrir Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Selfoss vann í dag öruggan níu marka sigur á Þór Akureyri í Helðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 33-24. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og Dóri náði að rúlla liðinu vel og lykilmenn gátu hvílt að einhverju leyti sem er mikilvægt þegar leikjaprógrammið er þétt. Heimamenn voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og náðu fljótt þriggja marka forskoti. Þórsarar héldu í við Selfyssinga lengi vel í fyrri hálfleik en eftir rúmlega korters leik var staðan 10-7 heimamönnum í vil, en þá koma kafli þar sem að strákarnir að norðan töpuðu boltanum nokkuð oft og Selfyssingar gengu á lagið og skoruðu auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Varnarleikur heimamanna var á stórum köflum til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og Vilius Rasimas varði það sem hann átti að verja í markinu og þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum var munurinn orðinn sex mörk og brekkan orðin brött fyrir Þór Akureyri. Selfyssingar slökuðu ekkert á það sem eftir lifði hálfleiksins og juku forskotið í átta mörk og staðan 20-12 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og náðu góðu áhlaupi á heimamenn. Þegar um sjö mínútur höfðu verið spilaðar í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í fjögur mörk. Þá tók Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss leikhlé og rak sína menn áfram. Selfyssingar tóku aftur öll völd eftir leikhléið og juku forskotið aftur og náðu fljótlega 10 marka forystu. Sá munur minnkaði aldrei af viti, og öruggur níu marka sigur Selfyssinga í höfn. Atkvæðamestur í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson með sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Vilius Rasimas átti góðan dag í markinu og varði 16 sem samsvarar 44% vörslu. Ihor Kopyshynskyi skoraði 5 mörk í liði gestanna. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var sterkari aðilinn allan leikinn fyrir utan sjö mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þórsarar köstuðu frá sér boltanum trekk í trekk og heimamenn gengu á lagið og skoruðu auðveld hraðaupphlaupsmörk. Vörn Selfyssinga var að mesti leyti góð og það skilaði sér einnig í góðri markvörslu. Hverjir stóðu upp úr? Atli Ævar Ingólfsson var sem fyrr segir markahæstur í liði heimamanna og átti góðan leik heilt yfir. Einar Sverrisson átti sína spretti í leiknum og hann nánast tók yfir og skoraði einhver þrjú til fjögur mörk í röð þegar Þórsarar voru búnir að koma með gott áhlaup. Þórsarar áttu ágætis kafla hér og þar í leiknum og þeir leituðu oft mikið að Arnþóri á línunni sem var mjög seigur og hrifsaði til sín marga bolta sem skilaði sér í góðum mörkum. Hvað gekk illa? Gestirnir áttu það full oft til að kasta boltanum frá sér og gefa þar með Selfyssingum auðveld hraðaupphlaupsmörk. Það vantar eitthvað af mönnum í Þórsliðið en þetta er eitthvað sem þeir þurfa að laga ef þeir ætla sér að halda sér uppi í deild þeirra bestu. Hvað gerist næst? Selfyssingar fara í Austurbergið á fimmtudaginn þar sem að þeir mæta botnliði ÍR. Ef allt er eðlilegt ætti Selfoss að fara nokkuð auðveldlega með sigur þaðan, en það er ekkert öruggt í þessari íþrótt. Þór Ak. fá Gróttu í heimsókn í næstu umferð, en þar er um að ræða mjög mikilvægan leik fyrir bæði lið. Bæði Þórsarar og Grótta eru neðarlega í töflunni og þarna eru í boði mikilvæg tvö stig í botnbaráttunni. Halldór Örn: Horfum á Gróttuleikinn sem er bara upp á líf og dauða „Ég er auðvitað bara svekktur með níu marka tap, en Selfoss er bara með frábært lið og við pínu lemstraðir núna,“ sagði Halldór Örn þjálfari Þórs eftir tapið í dag. „En það er bara hrós á mitt lið, þeir börðust eins og ljón en eins og ég segi er Selfoss með frábært lið.“ Þórsarar tóku góðan kafla í byrjun seinni hálfleiks og Halldór tók það sem mjög jákvæðan punt úr þessum leik. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir þarna á tímabili, en við komum með flotta innkomu í seinni hálfleik og því ber að fagna, við höfum átt erfitt með seinni hálfleikinn í vetur en það dró aðeins úr okkur, það er þétt leikið núna og margir lykilmenn heima.“ Heimir Pálsson lenti í ljótu atviki um miðjan seinni hálfleikinn og var studdur út af, Halldór hafði þó ekki mjög miklar áhyggjur af sínum manni. „Heimir er baráttuhundur og ég hef ekki miklar áhyggjur af honum en þetta var ljótt, hvort sem hann steig niður eða var rifinn niður eða hvað, ég bara sá það ekki, vonandi fáum við hann bara sem fyrst til baka, hann var flottur í dag.“ Næsti leikur Þórs er gegn Gróttu og þar er um að ræða mikilvægan slag í botnbaráttunni. „Við horfum á Gróttuleikinn, en í millitíðinni eigum við KA í bikar á miðvikudaginn og þetta er mjög þétt núna en samt sem áður horfum við á Gróttuleikinn sem er bara upp á líf og dauða, það er bara þannig.“ Halldór: Það má alveg vera eitthvað sem þarf að laga „Ég er bara mjög sáttur, níu marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrirfram,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigurinn í dag. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik, með frábæra vörn og keyrðum vel á þá og hlupum bara svona svolítið yfir þá. Við ætluðum okkur að halda okkar tempói í þessum leik en ekki detta niður á þeirra tempó sem hefur verið í síðustu leikjum og ég er virkilega ánægður með það. Það eru bara einhverjar sjö mínútur í seinni hálfleik sem ég er ósáttur við en það er kannski bara líka í ljósi leikjaálags og þannig að menn slaki kannski á. En ég er bara ánægður með hvernig við kláruðum leikinn og náðum að spila á mörgum leikmönnum.“ Selfyssingar áttu slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks þangað til að Halldór tók leikhlé og stappaði stálinu í sína menn. „Ég þurfti bara að minna menn á að hugsa aðeins einfalt og gera einfalda hluti frekar en að flækja þá mikið og við vorum svolítið að stressa okkur upp, fyrsti feill og svo annar feill og menn voru orðnir stressaðir og það fór aðeins fókusinn. Við breyttum aðeins um vörn og þetta var bara góð liðsframmistaða í dag því Þórsararnir hafa ekki verið að tapa stórt í vetur og við þurfum aðeins að passa upp á mannskapinn. Það eru margir leikir og mér fannst þetta bara fín frammistaða. Auðvitað getur maður alltaf týnt eitthvað til, en þetta er líka bara annar leikurinn í fjóra mánuði og það má alveg vera eitthvað sem þarf að laga, það er bara þannig, og það er bara mitt að skoða það aðeins.“ Vörn og markvarsla var eitthvað sem Selfyssingar hafa átt í smá basli með seinustu ár, en Halldór hefur náð að búa til mjög gott varnarlið þetta tímabilið. „Þetta var kannski eitt af mínum forgangsverkefnum þegar ég ákvað að taka við liðinu, ég ætlaði mér að koma meðalskorinu úr 31 marki niður í kannski 26-27, það væri kannski fyrsta skref og það er ekkert bara núna, við vorum líka í þessum fjórum leikjum í haust með svona frekar lágt skor svona miðað við síðasta tímabil og við viljum auðvitað bæta það enn meira, við höfum verið að spila bæði góða 6-0 vörn og góða 5-1 vörn. Það er ekkert launungamál að það hefur verið svona fókuspunktur síðan að ég kom en auðvitað þurfum við að hafa fleiri hluti en bara að spila góða vörn en það hefur verið þessi fókuspunktur af því að liðið getur hlaupið og hefur sýnt það á síðustu árum en með góðri vörn þá færðu meiri möguleika.“ Ragnar: Allir leikir erfiðir í þessari deild „Heilt yfir var þetta góður leikur hjá okkur og við kláruðum þetta vel,“ sagði Ragnar Jóhannsson, leikmaður Selfoss eftir sigur dagsins. „Við rúlluðum liðinu mikið og erum bar sáttir með okkar frammistöðu í dag.“ Seinast þegar Ragnar spilaði með Selfoss var spilað í íþróttahúsinu við Vallaskóla, en ekki Hleðsluhöllinni, en það breytir því ekki að Ragnari líður vel að vera kominn heim. „Það er bara frábær tilfinning að vera kominn heim og höllinn hérna er frábær en ég hef ekki náð að upplifa þetta með áhorfendum en það verður mjög góð stemning þegar þeir mæta.“ Ragnar talaði svo stuttlega um næsta leik, sem er gegn ÍR í Breiðholtinu. „Ég er svo sem ekkert byrjaður að pæla í næstu leikjum, við pælum bara í einum leik í einu, við þurfum bara að skoða þá vel því það eru allir leikir erfiðir í þessari deild.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Þór Akureyri
Selfoss vann í dag öruggan níu marka sigur á Þór Akureyri í Helðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 33-24. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og Dóri náði að rúlla liðinu vel og lykilmenn gátu hvílt að einhverju leyti sem er mikilvægt þegar leikjaprógrammið er þétt. Heimamenn voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og náðu fljótt þriggja marka forskoti. Þórsarar héldu í við Selfyssinga lengi vel í fyrri hálfleik en eftir rúmlega korters leik var staðan 10-7 heimamönnum í vil, en þá koma kafli þar sem að strákarnir að norðan töpuðu boltanum nokkuð oft og Selfyssingar gengu á lagið og skoruðu auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Varnarleikur heimamanna var á stórum köflum til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og Vilius Rasimas varði það sem hann átti að verja í markinu og þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum var munurinn orðinn sex mörk og brekkan orðin brött fyrir Þór Akureyri. Selfyssingar slökuðu ekkert á það sem eftir lifði hálfleiksins og juku forskotið í átta mörk og staðan 20-12 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og náðu góðu áhlaupi á heimamenn. Þegar um sjö mínútur höfðu verið spilaðar í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í fjögur mörk. Þá tók Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss leikhlé og rak sína menn áfram. Selfyssingar tóku aftur öll völd eftir leikhléið og juku forskotið aftur og náðu fljótlega 10 marka forystu. Sá munur minnkaði aldrei af viti, og öruggur níu marka sigur Selfyssinga í höfn. Atkvæðamestur í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson með sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Vilius Rasimas átti góðan dag í markinu og varði 16 sem samsvarar 44% vörslu. Ihor Kopyshynskyi skoraði 5 mörk í liði gestanna. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var sterkari aðilinn allan leikinn fyrir utan sjö mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þórsarar köstuðu frá sér boltanum trekk í trekk og heimamenn gengu á lagið og skoruðu auðveld hraðaupphlaupsmörk. Vörn Selfyssinga var að mesti leyti góð og það skilaði sér einnig í góðri markvörslu. Hverjir stóðu upp úr? Atli Ævar Ingólfsson var sem fyrr segir markahæstur í liði heimamanna og átti góðan leik heilt yfir. Einar Sverrisson átti sína spretti í leiknum og hann nánast tók yfir og skoraði einhver þrjú til fjögur mörk í röð þegar Þórsarar voru búnir að koma með gott áhlaup. Þórsarar áttu ágætis kafla hér og þar í leiknum og þeir leituðu oft mikið að Arnþóri á línunni sem var mjög seigur og hrifsaði til sín marga bolta sem skilaði sér í góðum mörkum. Hvað gekk illa? Gestirnir áttu það full oft til að kasta boltanum frá sér og gefa þar með Selfyssingum auðveld hraðaupphlaupsmörk. Það vantar eitthvað af mönnum í Þórsliðið en þetta er eitthvað sem þeir þurfa að laga ef þeir ætla sér að halda sér uppi í deild þeirra bestu. Hvað gerist næst? Selfyssingar fara í Austurbergið á fimmtudaginn þar sem að þeir mæta botnliði ÍR. Ef allt er eðlilegt ætti Selfoss að fara nokkuð auðveldlega með sigur þaðan, en það er ekkert öruggt í þessari íþrótt. Þór Ak. fá Gróttu í heimsókn í næstu umferð, en þar er um að ræða mjög mikilvægan leik fyrir bæði lið. Bæði Þórsarar og Grótta eru neðarlega í töflunni og þarna eru í boði mikilvæg tvö stig í botnbaráttunni. Halldór Örn: Horfum á Gróttuleikinn sem er bara upp á líf og dauða „Ég er auðvitað bara svekktur með níu marka tap, en Selfoss er bara með frábært lið og við pínu lemstraðir núna,“ sagði Halldór Örn þjálfari Þórs eftir tapið í dag. „En það er bara hrós á mitt lið, þeir börðust eins og ljón en eins og ég segi er Selfoss með frábært lið.“ Þórsarar tóku góðan kafla í byrjun seinni hálfleiks og Halldór tók það sem mjög jákvæðan punt úr þessum leik. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir þarna á tímabili, en við komum með flotta innkomu í seinni hálfleik og því ber að fagna, við höfum átt erfitt með seinni hálfleikinn í vetur en það dró aðeins úr okkur, það er þétt leikið núna og margir lykilmenn heima.“ Heimir Pálsson lenti í ljótu atviki um miðjan seinni hálfleikinn og var studdur út af, Halldór hafði þó ekki mjög miklar áhyggjur af sínum manni. „Heimir er baráttuhundur og ég hef ekki miklar áhyggjur af honum en þetta var ljótt, hvort sem hann steig niður eða var rifinn niður eða hvað, ég bara sá það ekki, vonandi fáum við hann bara sem fyrst til baka, hann var flottur í dag.“ Næsti leikur Þórs er gegn Gróttu og þar er um að ræða mikilvægan slag í botnbaráttunni. „Við horfum á Gróttuleikinn, en í millitíðinni eigum við KA í bikar á miðvikudaginn og þetta er mjög þétt núna en samt sem áður horfum við á Gróttuleikinn sem er bara upp á líf og dauða, það er bara þannig.“ Halldór: Það má alveg vera eitthvað sem þarf að laga „Ég er bara mjög sáttur, níu marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrirfram,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigurinn í dag. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik, með frábæra vörn og keyrðum vel á þá og hlupum bara svona svolítið yfir þá. Við ætluðum okkur að halda okkar tempói í þessum leik en ekki detta niður á þeirra tempó sem hefur verið í síðustu leikjum og ég er virkilega ánægður með það. Það eru bara einhverjar sjö mínútur í seinni hálfleik sem ég er ósáttur við en það er kannski bara líka í ljósi leikjaálags og þannig að menn slaki kannski á. En ég er bara ánægður með hvernig við kláruðum leikinn og náðum að spila á mörgum leikmönnum.“ Selfyssingar áttu slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks þangað til að Halldór tók leikhlé og stappaði stálinu í sína menn. „Ég þurfti bara að minna menn á að hugsa aðeins einfalt og gera einfalda hluti frekar en að flækja þá mikið og við vorum svolítið að stressa okkur upp, fyrsti feill og svo annar feill og menn voru orðnir stressaðir og það fór aðeins fókusinn. Við breyttum aðeins um vörn og þetta var bara góð liðsframmistaða í dag því Þórsararnir hafa ekki verið að tapa stórt í vetur og við þurfum aðeins að passa upp á mannskapinn. Það eru margir leikir og mér fannst þetta bara fín frammistaða. Auðvitað getur maður alltaf týnt eitthvað til, en þetta er líka bara annar leikurinn í fjóra mánuði og það má alveg vera eitthvað sem þarf að laga, það er bara þannig, og það er bara mitt að skoða það aðeins.“ Vörn og markvarsla var eitthvað sem Selfyssingar hafa átt í smá basli með seinustu ár, en Halldór hefur náð að búa til mjög gott varnarlið þetta tímabilið. „Þetta var kannski eitt af mínum forgangsverkefnum þegar ég ákvað að taka við liðinu, ég ætlaði mér að koma meðalskorinu úr 31 marki niður í kannski 26-27, það væri kannski fyrsta skref og það er ekkert bara núna, við vorum líka í þessum fjórum leikjum í haust með svona frekar lágt skor svona miðað við síðasta tímabil og við viljum auðvitað bæta það enn meira, við höfum verið að spila bæði góða 6-0 vörn og góða 5-1 vörn. Það er ekkert launungamál að það hefur verið svona fókuspunktur síðan að ég kom en auðvitað þurfum við að hafa fleiri hluti en bara að spila góða vörn en það hefur verið þessi fókuspunktur af því að liðið getur hlaupið og hefur sýnt það á síðustu árum en með góðri vörn þá færðu meiri möguleika.“ Ragnar: Allir leikir erfiðir í þessari deild „Heilt yfir var þetta góður leikur hjá okkur og við kláruðum þetta vel,“ sagði Ragnar Jóhannsson, leikmaður Selfoss eftir sigur dagsins. „Við rúlluðum liðinu mikið og erum bar sáttir með okkar frammistöðu í dag.“ Seinast þegar Ragnar spilaði með Selfoss var spilað í íþróttahúsinu við Vallaskóla, en ekki Hleðsluhöllinni, en það breytir því ekki að Ragnari líður vel að vera kominn heim. „Það er bara frábær tilfinning að vera kominn heim og höllinn hérna er frábær en ég hef ekki náð að upplifa þetta með áhorfendum en það verður mjög góð stemning þegar þeir mæta.“ Ragnar talaði svo stuttlega um næsta leik, sem er gegn ÍR í Breiðholtinu. „Ég er svo sem ekkert byrjaður að pæla í næstu leikjum, við pælum bara í einum leik í einu, við þurfum bara að skoða þá vel því það eru allir leikir erfiðir í þessari deild.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti