Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍR 32-16 | KA-menn léku sér að Breiðhyltingum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 7. febrúar 2021 18:00 Aki Egilsnes Vísir/Bára Í dag fór fram leikur KA og ÍR í Olís deild karla. Fyrir leikinn var ÍR ekki búið að vinna leik í deildinni og sátu á botninum með 0 stig. KA var í áttunda sæti með fimm stig. Leikurinn endaði með 16 marka sigri heimamanna 32-16. Leikurinn fór rólega af stað og lítið var skorað í upphafi leiks. Sóknarleikur beggja liða var frekar stirður og lítið um opnanir. Þegar 10 mínútur voru búnar af leiknum var staðan 3-2 fyrir KA. Þá fór sóknarleikur hjá heimamönnum að ganga betur, þeir náðu að opna vörn gestanna og Nicholas í mark KA gerði vel og varði 8 bolta. Á meðan gekk lítið upp hjá ÍR, þeir áttu í miklum erfiðleikum með að opna vörn KA. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur, gekk mikið út á einstaklingsframtak og tapaða bolta. Staðan í hálfleik 15-9 fyrir KA. Staðan átti einungis eftir að versna í seinni hálfleik fyrir ÍR. KA skoraði fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og staðan orðin 18-9 fyrir heimamenn og róðurinn orðinn mjög þungur fyrir gestina. ÍR hélt uppteknum hætti í sóknarleiknum og vörn KA á móti virkilega góð og gaf fá færi á sér. Nicholas Satchwell í marki KA varði einnig vel en hann var með 47% markvörslu. KA jók forskot sitt á meðan ÍR skoraði ekki í hátt í fimmtán mínútur. Leikurinn endaði með 16 marka sigri heimamanna 32-16. KA menn bæta því við sig tveimur stigum í jafnri deild og eru með 7 stig. ÍR er áfram á botninum stigalausir. Afhverju vann KA? Sóknar- og varnarleikur KA var til fyrirmyndar í dag. Það gekk í raun allt upp hjá þeim. Sóknarleikur ÍR var átakanlegur oft á tíðum og þeim tókst ekki að mæta heimamönnum í baráttunni sem að gengu á lagið. KA menn héldu sömuleiðis einbeitingu þrátt fyrir að vera með gott forskot meirihluta leiksins og unnu að endingu 16 marka sigur. Markadreifingin var sömuleiðis góð hjá heimamönnum en 12 leikmenn skoruðu mörk í dag. Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur KA var mjög góður í dag með Ragnar Snær Njálsson í miðju varnar. Árni Bragi Eyjólfsson var atkvæðamestur KA manna með 6 mörk. Áki Egilnes átti líka fínan leik en hann skoraði 5 mörk. Svo má ekki gleyma Nicholas Satchwell í marki KA sem var með 47% markvörslu eða 14 varin skot. Hvað gekk illa? Það gekk í raun allt á afturfótunum hjá ÍR eftir góða byrjun. Sóknarleikurinn var átakanlegur en í seinni hálfleik skorar liðið ekki í sirka 15 mínútur sem er aldrei vænlegt til árangurs. Annað hvort var lítið plan hvernig átti að útfæra sóknarleikinn eða leikmenn voru ekki að fara eftir plani. Hvað gerist næst? KA fer til Vestmannaeyja og mætir þar ÍBV. ÍR fær Selfoss í heimsókn í vikunni en það er liður í 5. umferð deildarinnar. Jónatan Magnússon: Gott að vera komnir á sigurbraut „Ég er ánægður með að vinna, þetta var þolinmæðisverk. ÍR-ingar eru búnir að vera rosalega baráttuglaðir og við vissum það. Við ætluðum að mæta þeim í baráttunni og mér fannst það bara takast vel. Mér fannst við spila þennan leik mjög vel, ég er ánægður með mína menn,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 16 marka sigur á móti ÍR í dag. „Við ætluðum að vera þolinmóðir eins og ég sagði áðan. ÍR-ingar eru fáliðaðir og það eru meiðsli hjá þeim, þeir voru að spila langar sóknir og voru að reyna að halda tempóinu niðri. Þess vegna var kannski ekki mikið skorað í byrjun því við þurftum að standa lengi í vörn. Við gátum svo rúllað á mannskapnum og gátum verið með ferska menn inn á vellinum allan tímann. Þannig að heildabragurinn á liðinu var mjög góður. Ég er ánægður með þennan leik svona í heild sinni.“ „Það er langt síðan við unnum, það var Fram í fyrstu umferð. Þannig mér finnst þessi leikur í dag frábær tenging við stigið sem við fengum á móti FH. Við náttúrulega vorum komnir í vonda stöðu þar og náðum með miklum karakter að ná í stig og þetta er frábær tenging við það. Gott að vera komnir á sigurbraut.“ „Við erum að bregðast við því sem liðin eru að gera og Einar er búinn að vera að standa sig vel inn á línunni. Það er búið að vera meira línuspil hjá okkur og þessi leikur var líka bara með þannig opnanir. Við lögðum líka upp með aga í þessum leik og mér fannst við ná því. Við erum til dæmis ekki með mikið af töpuðum boltum. Þannig eins og ég segi þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Kristinn Björgúlfsson: Frammistaðan í dag fyrir neðan allar hellur „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR eftir 16 marka tap á móti KA í KA heimilinu í dag. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru enginn geimvísindi.“ „Við missum þrjá leikmenn út af á sama tíma og þar erum við bara í vandræðum. Mér finnst við svo sem vera týndir út af fyrir litlar sakir á meðan það er ekki týnt út af hinum meginn en guð minn góður það eru ekki dómararnir sem fara með leikinn. Þeir dæmdu þetta bara fínt.“ „Við skorum ekki í um 15 mínútna kafla. Við erum bara ekki að gera þetta nógu vel. Við bökkum bara út og verðum hræddir. Það er vandamálið.“ „Sjálfstraust og sjálftraust. Við vissum alveg að þetta yrði erfitt tímabil og annað en menn verða að undirbúa sig fyrir leikina og vera ákveðnir í því sem þeir ætla að gera. Það kom ekkert á óvart í leik KA manna í dag nema hvað við vorum hrikalega hræddir.“ „Ég mun reyna að undirbúa liðið eins vel og alltaf þegar við mætum Selfoss. Við mætum hressir til leiks. Við vorum undirbúnir undir það að þetta yrði sveiflukennt tímabil hjá okkur. Við vorum með mjög góða frammistöðu á móti Stjörnunni en frammistaðan í dag er fyrir neðan allar hellur.“ Olís-deild karla KA ÍR
Í dag fór fram leikur KA og ÍR í Olís deild karla. Fyrir leikinn var ÍR ekki búið að vinna leik í deildinni og sátu á botninum með 0 stig. KA var í áttunda sæti með fimm stig. Leikurinn endaði með 16 marka sigri heimamanna 32-16. Leikurinn fór rólega af stað og lítið var skorað í upphafi leiks. Sóknarleikur beggja liða var frekar stirður og lítið um opnanir. Þegar 10 mínútur voru búnar af leiknum var staðan 3-2 fyrir KA. Þá fór sóknarleikur hjá heimamönnum að ganga betur, þeir náðu að opna vörn gestanna og Nicholas í mark KA gerði vel og varði 8 bolta. Á meðan gekk lítið upp hjá ÍR, þeir áttu í miklum erfiðleikum með að opna vörn KA. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur, gekk mikið út á einstaklingsframtak og tapaða bolta. Staðan í hálfleik 15-9 fyrir KA. Staðan átti einungis eftir að versna í seinni hálfleik fyrir ÍR. KA skoraði fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og staðan orðin 18-9 fyrir heimamenn og róðurinn orðinn mjög þungur fyrir gestina. ÍR hélt uppteknum hætti í sóknarleiknum og vörn KA á móti virkilega góð og gaf fá færi á sér. Nicholas Satchwell í marki KA varði einnig vel en hann var með 47% markvörslu. KA jók forskot sitt á meðan ÍR skoraði ekki í hátt í fimmtán mínútur. Leikurinn endaði með 16 marka sigri heimamanna 32-16. KA menn bæta því við sig tveimur stigum í jafnri deild og eru með 7 stig. ÍR er áfram á botninum stigalausir. Afhverju vann KA? Sóknar- og varnarleikur KA var til fyrirmyndar í dag. Það gekk í raun allt upp hjá þeim. Sóknarleikur ÍR var átakanlegur oft á tíðum og þeim tókst ekki að mæta heimamönnum í baráttunni sem að gengu á lagið. KA menn héldu sömuleiðis einbeitingu þrátt fyrir að vera með gott forskot meirihluta leiksins og unnu að endingu 16 marka sigur. Markadreifingin var sömuleiðis góð hjá heimamönnum en 12 leikmenn skoruðu mörk í dag. Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur KA var mjög góður í dag með Ragnar Snær Njálsson í miðju varnar. Árni Bragi Eyjólfsson var atkvæðamestur KA manna með 6 mörk. Áki Egilnes átti líka fínan leik en hann skoraði 5 mörk. Svo má ekki gleyma Nicholas Satchwell í marki KA sem var með 47% markvörslu eða 14 varin skot. Hvað gekk illa? Það gekk í raun allt á afturfótunum hjá ÍR eftir góða byrjun. Sóknarleikurinn var átakanlegur en í seinni hálfleik skorar liðið ekki í sirka 15 mínútur sem er aldrei vænlegt til árangurs. Annað hvort var lítið plan hvernig átti að útfæra sóknarleikinn eða leikmenn voru ekki að fara eftir plani. Hvað gerist næst? KA fer til Vestmannaeyja og mætir þar ÍBV. ÍR fær Selfoss í heimsókn í vikunni en það er liður í 5. umferð deildarinnar. Jónatan Magnússon: Gott að vera komnir á sigurbraut „Ég er ánægður með að vinna, þetta var þolinmæðisverk. ÍR-ingar eru búnir að vera rosalega baráttuglaðir og við vissum það. Við ætluðum að mæta þeim í baráttunni og mér fannst það bara takast vel. Mér fannst við spila þennan leik mjög vel, ég er ánægður með mína menn,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 16 marka sigur á móti ÍR í dag. „Við ætluðum að vera þolinmóðir eins og ég sagði áðan. ÍR-ingar eru fáliðaðir og það eru meiðsli hjá þeim, þeir voru að spila langar sóknir og voru að reyna að halda tempóinu niðri. Þess vegna var kannski ekki mikið skorað í byrjun því við þurftum að standa lengi í vörn. Við gátum svo rúllað á mannskapnum og gátum verið með ferska menn inn á vellinum allan tímann. Þannig að heildabragurinn á liðinu var mjög góður. Ég er ánægður með þennan leik svona í heild sinni.“ „Það er langt síðan við unnum, það var Fram í fyrstu umferð. Þannig mér finnst þessi leikur í dag frábær tenging við stigið sem við fengum á móti FH. Við náttúrulega vorum komnir í vonda stöðu þar og náðum með miklum karakter að ná í stig og þetta er frábær tenging við það. Gott að vera komnir á sigurbraut.“ „Við erum að bregðast við því sem liðin eru að gera og Einar er búinn að vera að standa sig vel inn á línunni. Það er búið að vera meira línuspil hjá okkur og þessi leikur var líka bara með þannig opnanir. Við lögðum líka upp með aga í þessum leik og mér fannst við ná því. Við erum til dæmis ekki með mikið af töpuðum boltum. Þannig eins og ég segi þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Kristinn Björgúlfsson: Frammistaðan í dag fyrir neðan allar hellur „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR eftir 16 marka tap á móti KA í KA heimilinu í dag. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru enginn geimvísindi.“ „Við missum þrjá leikmenn út af á sama tíma og þar erum við bara í vandræðum. Mér finnst við svo sem vera týndir út af fyrir litlar sakir á meðan það er ekki týnt út af hinum meginn en guð minn góður það eru ekki dómararnir sem fara með leikinn. Þeir dæmdu þetta bara fínt.“ „Við skorum ekki í um 15 mínútna kafla. Við erum bara ekki að gera þetta nógu vel. Við bökkum bara út og verðum hræddir. Það er vandamálið.“ „Sjálfstraust og sjálftraust. Við vissum alveg að þetta yrði erfitt tímabil og annað en menn verða að undirbúa sig fyrir leikina og vera ákveðnir í því sem þeir ætla að gera. Það kom ekkert á óvart í leik KA manna í dag nema hvað við vorum hrikalega hræddir.“ „Ég mun reyna að undirbúa liðið eins vel og alltaf þegar við mætum Selfoss. Við mætum hressir til leiks. Við vorum undirbúnir undir það að þetta yrði sveiflukennt tímabil hjá okkur. Við vorum með mjög góða frammistöðu á móti Stjörnunni en frammistaðan í dag er fyrir neðan allar hellur.“