Jökull hvetur fólk til að reyna eins og það geti að tala um kvíðann Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 10:30 Jökull Andrésson er mættur aftur til Exeter City. Getty/Jacques Feeney „Það eru of margir þarna úti sem halda að það sé eitthvað slæmt að tala um vandamálin sín,“ segir markvörðurinn ungi Jökull Andrésson, sem verið hefur atvinnumaður í Englandi frá árinu 2018. Jökull, sem er 19 ára Mosfellingur, ver þessa dagana mark Execter City í ensku D-deildinni sem lánsmaður frá Reading. Jökull tók þátt í „Tími til að tala“-deginum í Bretlandi í gær, þar sem fólk var hvatt til að taka sér tíma og ræða um andlega heilsu. Hann sagðist sjálfur hafa glímt við kvíða alla sína ævi. Nauðsynlegt væri að reyna að tala um sín vandamál og að ef einhver þyrfti á spjalli að halda væri viðkomandi velkomið að hafa samband. This is something that I take very seriously, there is too many people out there that think talking about there problems is something bad, it can help you out so massively and I recommend to anyone to give it a go.. If anyone ever needs a chat, u can always contact me https://t.co/kDPtz4HGh5— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) February 4, 2021 „Ég hef þurft að takast á við kvíða frá því að ég var mjög ungur. Besta leiðin mín til að takast á við kvíðann hefur alltaf verið að tala um hann. Að taka á þessu með opnum huga,“ segir Jökull í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum Exeter. Tali við mömmu, pabba eða jafnvel hundinn sinn „Ég hef þurft að fara í gegnum alls konar meðferðir og hef talað við fjölda fólks, til að hjálpa mér, en það hjálpaði mér svo rosalega að tala um mín vandamál og hvernig mér liði. Þegar maður byrjar að tala um hlutina þá sér maður kannski að vandamálið er ekki eins stórt og maður hélt. Þegar maður glímir við kvíða og álag þá virðist allt miklu verra en það er,“ segir Jökull. „Það hafa allir sínar aðferðir til að takast á við hlutina. Mér finnst gott að tala um þá. Ég mæli með því við fólk sem glímir við kvíða eða þunglyndi, að reyna eins og það getur að tala um hlutina. Það má tala við hvern sem er. Það gæti verið mamma þín eða pabbi eða hundurinn þinn. Það skiptir ekki máli. Þegar þér tekst að tala um hlutina og hleypa tilfinningunum út, þá hjálpar það þér rosalega. Þetta tekur tíma en þetta snýst um að taka lítil skref,“ segir Jökull. Þeim sem telja að þeir þjáist af þunglyndi eða kvíða er bent á að tala við heimilislækni sinn eða panta tíma hjá sálfræðingi. Á vef Áttavitans má finna fleiri hagnýtar upplýsingar. Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Jökull, sem er 19 ára Mosfellingur, ver þessa dagana mark Execter City í ensku D-deildinni sem lánsmaður frá Reading. Jökull tók þátt í „Tími til að tala“-deginum í Bretlandi í gær, þar sem fólk var hvatt til að taka sér tíma og ræða um andlega heilsu. Hann sagðist sjálfur hafa glímt við kvíða alla sína ævi. Nauðsynlegt væri að reyna að tala um sín vandamál og að ef einhver þyrfti á spjalli að halda væri viðkomandi velkomið að hafa samband. This is something that I take very seriously, there is too many people out there that think talking about there problems is something bad, it can help you out so massively and I recommend to anyone to give it a go.. If anyone ever needs a chat, u can always contact me https://t.co/kDPtz4HGh5— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) February 4, 2021 „Ég hef þurft að takast á við kvíða frá því að ég var mjög ungur. Besta leiðin mín til að takast á við kvíðann hefur alltaf verið að tala um hann. Að taka á þessu með opnum huga,“ segir Jökull í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum Exeter. Tali við mömmu, pabba eða jafnvel hundinn sinn „Ég hef þurft að fara í gegnum alls konar meðferðir og hef talað við fjölda fólks, til að hjálpa mér, en það hjálpaði mér svo rosalega að tala um mín vandamál og hvernig mér liði. Þegar maður byrjar að tala um hlutina þá sér maður kannski að vandamálið er ekki eins stórt og maður hélt. Þegar maður glímir við kvíða og álag þá virðist allt miklu verra en það er,“ segir Jökull. „Það hafa allir sínar aðferðir til að takast á við hlutina. Mér finnst gott að tala um þá. Ég mæli með því við fólk sem glímir við kvíða eða þunglyndi, að reyna eins og það getur að tala um hlutina. Það má tala við hvern sem er. Það gæti verið mamma þín eða pabbi eða hundurinn þinn. Það skiptir ekki máli. Þegar þér tekst að tala um hlutina og hleypa tilfinningunum út, þá hjálpar það þér rosalega. Þetta tekur tíma en þetta snýst um að taka lítil skref,“ segir Jökull. Þeim sem telja að þeir þjáist af þunglyndi eða kvíða er bent á að tala við heimilislækni sinn eða panta tíma hjá sálfræðingi. Á vef Áttavitans má finna fleiri hagnýtar upplýsingar.
Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira