Lárus: Finnst við eiga slatta inni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 23:05 Þórsarar eru eitt heitasta lið Domino's deildarinnar um þessar mundir. vísir/elín björg Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð. Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Þórsarar voru þremur stigum undir í hálfleik en léku miklu betur í seinni hálfleik sem þeir unnu með 22 stigum. Lokatölur urðu 67-86, Þór í vil. „Við fórum að passa boltann betur. Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en töpuðum bara tveimur í þeim seinni. Svo fórum við að spila miklu betri vörn,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þór tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Tindastóli í síðustu umferð og Lárus segir að svekkelsið hafi setið í hans mönnum framan af leik í kvöld. „Mér fannst liðið vera flatt í fyrri hálfleik. Við spiluðum gegn Stólunum og vorum þar rændir um hábjartan dag, leikur sem var tekinn af þér af einhverjum öðrum en sjálfum þér eða mótherjunum. Leikmönnum fannst brotið á sér og svo koma þeir inn í leik og það er eðlilegt að þeir séu flatir,“ sagði Lárus. Þórsarar hittu illa úr þriggja stiga skotum í leiknum, aðeins tuttugu prósent, en það kom ekki að sök. „Við hittum mjög illa úr þriggja stiga skotum. En á móti kemur vorum við með sjötíu prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og unnum frákastabaráttuna. Við héldum að það myndi kannski aðeins draga af Val, þeir eru með færri menn til að rúlla á,“ sagði Lárus. Hann er að vonum sáttur með gengið það sem af er tímabili. „Við erum mjög ánægðir og mér finnst liðið vera í góðum gír. Við höfum verið ágætlega þéttir varnarlega og verið nokkuð góð sóknarvopn. Við erum búnir að fara í nokkra slagi og standa okkur nokkuð vel finnst mér. Mér finnst liðið að slípast ágætlega saman en samt finnst mér við eiga slatta inni,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira