Umfjöllun: Tindastóll - Haukar 86-73 | Loksins unnu Stólarnir heimaleik Anton Ingi Leifsson skrifar 4. febrúar 2021 20:52 Körfubolti, Dominos deild kk Kr - Tindastóll Foto: Elín Björg Tindastóll vann sinn fyrsta heimaleik, í fjórðu tilraun, í Domino's deild karla er liðið hafði betur gegn Haukum á heimavelli í kvöld, 86-73. Haukarnir voru hins vegar að tapa sínum sjötta leik í röð í Domino's deildinni. Heimamenn byrjuðu af fítonskrafti. Þeir komust í 14-2 áður en Israel Martin, þjálfari Hauka sem var á sínum gamla heimavelli, neyddist til að taka leikhlé. Aðeins skánaði leikur Hauka eftir það en sóknarleikurinn var þó stirður. Það munaði þó ekki nema tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann 23-13 og Haukarnir komu inn í annan leikhlutann mun betur en þann fyrsta. Þeir voru búnir að jafna metin um miðjan leikhlutann en eftir góðan kafla Stólanna síðari hluta annars leikhluta leiddu þeir með átta stigum í hálfleik, 42-34. Haukarnir voru búnir að minnka muninn niður í sjö stig í þriðja leikhlutanum áður en Stólarnir breyttu stöðunni úr 47-40 í 60-44. Þeir voru svo þrettán stigum yfir eftir þriðja leikhlutann og með leikinn í sínum höndum. Haukarnir áttu sínar skorpur í leiknum en alltaf þegar rauðklædda liðið úr Hafnarfirði var að nálgast heimamenn þá gáfu þeir í. Það var uppi á teningnum í fjórða leikhlutanum en Tindastóll vann að lokum þrettán stiga sigur, 86-73. Baldur gat fagnað sigri í kvöld. Loksins á heimavelli. Af hverju vann Tindastóll? Það má gefa Stólunum það að þegar gestirnir nálguðust þá stigu þeir á bensíngjöfina og komu sér aftur í fjarlægð frá gestunum. Þeir stigu upp þegar þess á þurfti og góð byrjun þeirra gerði það að verkum að þeir lentu aldrei undir í leiknum. Verðskuldaður sigur. Hverjir stóðu upp úr? Shawn Derrick Glover var flottur í liði Stólanna. Hann skoraði 29 stig. Nick Tomsick gerði sextán stig, fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann steig upp á mikilvægum tímapunktum. Fyrirliði Haukamanna var öflugastur hjá Haukunum. Emil Barja gerði fimmtán stig og var stigahæstur. Að auki gaf hann sex stoðsendingar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson var einnig með sextán framlagspunkta; fimm stig og tólf fráköst. Bekkurinn hjá Haukum skilaði einnig 34 stigum. Hvað gekk illa? Ef litið er á tölfræðina þá er ansi margt svipað með liðunum. 34 fráköst gegn 33, 23 stoðsendingar gegn sautján og fjórtán tapaðir boltar gegn ellefu hjá Tindastól. Haukarnir voru einnig að tapa sínum sjötta leik í röð. Það syrtir í álinn á Ásvöllum. Hvað gerist næst? Stólarnir fara í Keflavík á sunnudaginn og mæta Keflavík í stórleiknum. Það verður ansi áhugaverður leikur. Haukarnir freista þess að vinna sinn fyrsta leik í ansi langan tíma er þeir fá Val í heimsókn á sunnudaginn. Dominos-deild karla Tindastóll Haukar
Tindastóll vann sinn fyrsta heimaleik, í fjórðu tilraun, í Domino's deild karla er liðið hafði betur gegn Haukum á heimavelli í kvöld, 86-73. Haukarnir voru hins vegar að tapa sínum sjötta leik í röð í Domino's deildinni. Heimamenn byrjuðu af fítonskrafti. Þeir komust í 14-2 áður en Israel Martin, þjálfari Hauka sem var á sínum gamla heimavelli, neyddist til að taka leikhlé. Aðeins skánaði leikur Hauka eftir það en sóknarleikurinn var þó stirður. Það munaði þó ekki nema tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann 23-13 og Haukarnir komu inn í annan leikhlutann mun betur en þann fyrsta. Þeir voru búnir að jafna metin um miðjan leikhlutann en eftir góðan kafla Stólanna síðari hluta annars leikhluta leiddu þeir með átta stigum í hálfleik, 42-34. Haukarnir voru búnir að minnka muninn niður í sjö stig í þriðja leikhlutanum áður en Stólarnir breyttu stöðunni úr 47-40 í 60-44. Þeir voru svo þrettán stigum yfir eftir þriðja leikhlutann og með leikinn í sínum höndum. Haukarnir áttu sínar skorpur í leiknum en alltaf þegar rauðklædda liðið úr Hafnarfirði var að nálgast heimamenn þá gáfu þeir í. Það var uppi á teningnum í fjórða leikhlutanum en Tindastóll vann að lokum þrettán stiga sigur, 86-73. Baldur gat fagnað sigri í kvöld. Loksins á heimavelli. Af hverju vann Tindastóll? Það má gefa Stólunum það að þegar gestirnir nálguðust þá stigu þeir á bensíngjöfina og komu sér aftur í fjarlægð frá gestunum. Þeir stigu upp þegar þess á þurfti og góð byrjun þeirra gerði það að verkum að þeir lentu aldrei undir í leiknum. Verðskuldaður sigur. Hverjir stóðu upp úr? Shawn Derrick Glover var flottur í liði Stólanna. Hann skoraði 29 stig. Nick Tomsick gerði sextán stig, fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann steig upp á mikilvægum tímapunktum. Fyrirliði Haukamanna var öflugastur hjá Haukunum. Emil Barja gerði fimmtán stig og var stigahæstur. Að auki gaf hann sex stoðsendingar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson var einnig með sextán framlagspunkta; fimm stig og tólf fráköst. Bekkurinn hjá Haukum skilaði einnig 34 stigum. Hvað gekk illa? Ef litið er á tölfræðina þá er ansi margt svipað með liðunum. 34 fráköst gegn 33, 23 stoðsendingar gegn sautján og fjórtán tapaðir boltar gegn ellefu hjá Tindastól. Haukarnir voru einnig að tapa sínum sjötta leik í röð. Það syrtir í álinn á Ásvöllum. Hvað gerist næst? Stólarnir fara í Keflavík á sunnudaginn og mæta Keflavík í stórleiknum. Það verður ansi áhugaverður leikur. Haukarnir freista þess að vinna sinn fyrsta leik í ansi langan tíma er þeir fá Val í heimsókn á sunnudaginn.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum