Sportið í dag: Liverpool nær ekki að skapa neitt á móti svona liðum Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 08:01 Mohamed Salah og félagar hafa ekki verið á skotskónum á heimavelli undanfarið. Getty/John Powell „Þetta er eitthvað sem að [Jürgen] Klopp þarf að leysa og hann þarf að leysa það hratt,“ sagði Rikki G í Sportinu í dag þegar talið barst að Liverpool og tapinu gegn Brighton í vikunni. Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira