Jesse Lingard var bara eitt stórt bros í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar öðru mark sinna í fyrsta leiknum með West Ham United en með honum eru Ryan Fredericks og Tomas Soucek. Getty/Shaun Botterill Jesse Lingard hafði ekki fengið eina sekúndu í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en nýtti níutíu mínúturnar sínar vel í búningi West Ham í gærkvöldi. Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira