Sigmundur Ernir mátti ræða við Bryndísi Schram um viðkvæmt efni bókar hennar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2021 12:34 Sigmundur Ernir Rúnarsson telst ekki hafa brotið siðareglur að mati siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ljóst er að Aldís Schram gefur afar lítið fyrir fagmennsku Sigmundar Ernis og segir hann hafa farið með fleipur og borið út slúður um sig án þess að hún kæmi nokkrum vörnum við. vísir/vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir engar siðareglur brotnar vegna viðtals Sigmundar Ernis við Bryndísi. Svo segir í nýlegum úrskurði en Aldís Schram kærði Sigmund Erni Rúnarsson dagskrárgerðarmann á Hringbraut vegna viðtals sem hann átti við Bryndísi Schram. Tilefnið var nýleg bók hennar Brosað í gegnum tárin en þar gerir Bryndís upp afar erfið mál eins og þau snúa að henni: Svör og viðbrögð við margvíslegum ásökunum sem eiginmaður hennar Jón Baldvin Hannibalsson hefur mátt sæta um kynferðislegra áreitni og brot. Enn kært á grundvelli 3. reglunnar Kært er á grundvelli 3. greinar Siðareglna BÍ: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er og sýnir fyllstu tillitsemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Sigmundur Ernir hafnaði því að hafa brotið gegn þessari umdeildu reglu, svokallaðri tillitssemisreglu. Mikill meirihluti kærumála til siðanefndar snýr einmitt að henni. Í siðanefndardómi segir að kæran sé viðamikil og studd fylgigögnum. Í henni eru átta atriði tíunduð sem Aldís telur að brjóti í bága við siðareglurnar. Í kæru er tekið fram að um fjölþætt brot hins kærða sé að ræða: „Brot gegn alm. hagl., persónuverndarlögum, fjölmiðlalögum og siðareglum BÍ.“ Siðanefndin segir að það sé ekki á sínu sviði að fjalla um ætluð brot gegn hegningarlögum. Hennar sé að meta vinnubrögð fjölmiðlamanna. Umfjöllunin Sigmundi honum til vanvirðu að mati Aldísar Í lok kærunnar setur Aldís fram eftirfarandi tilmæli: „Ég, undirrituð, kynferðisbrotaþoli Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem var aðalumræðuefnið í svokölluðum fréttaþætti á Hringbraut þann 5. nóvember sl., þar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, bar út slúður um mig ásamt Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns, án þess að ég fengi vörnum við komið, fer þess hér með á leit að ég verði opinberlega beðin afsökunar á því fleipri sem umræddur fréttastjóri fór með um mig í þessum óvandaða, einhliða og hlutdræga „fréttaþætti,“ þar sem hann sýndi mér hvorki fyllstu tillitssemi í umfjöllun sinni um þetta vandasama mál, né forðaðist að valda mér óþarfa sársauka, eins og bar skv. siðareglum BÍ, honum sjálfum til vanvirðu.“ Siðanefndin tekur fram að það sé ekki á sínu verksviði að hlutast til um hvort afsökunarbeiðni sé fram lögð eða ekki. Sigmundur segist hafa fjallað um efni bókarinnar Sigmundur Ernir hafði ekki uppi miklar varnir, benti einfaldlega á að viðtal hans snérist um bók Bryndísar þar sem hún meðal annars rifjar upp samskipti sín við elstu dóttur sína, Aldísi. Aldís Schram telur viðtal Sigmundar Ernis við Bryndísi fyrir neðan allar hellur. Og lýsir þar með berorðum hætti hvernig þau hafa þróast til verri vegar. Siðanefnd fellst á sjónarmið Sigmundar Ernis og í niðurstöðu segir meðal annars: „„Siðanefnd telur að eðlilegt að tekið sé viðtal við höfund nýútkominnar bókar og umfjöllunarefnið eigi fyllilega rétt á sér. Nefndin hefur áður tekið þá afstöðu að í viðtalsþáttum sé þess ekki krafist að andstæð sjónarmið komi fram í sama þætti, en að farið sé að siðareglum BÍ við flutning þeirra.“ Sigmundur Ernir telst þannig ekki hafa brotið gegn siðareglum BÍ. Fjölmiðlar Dómsmál Bókaútgáfa Kynferðisofbeldi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. 22. janúar 2021 16:01 Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Svo segir í nýlegum úrskurði en Aldís Schram kærði Sigmund Erni Rúnarsson dagskrárgerðarmann á Hringbraut vegna viðtals sem hann átti við Bryndísi Schram. Tilefnið var nýleg bók hennar Brosað í gegnum tárin en þar gerir Bryndís upp afar erfið mál eins og þau snúa að henni: Svör og viðbrögð við margvíslegum ásökunum sem eiginmaður hennar Jón Baldvin Hannibalsson hefur mátt sæta um kynferðislegra áreitni og brot. Enn kært á grundvelli 3. reglunnar Kært er á grundvelli 3. greinar Siðareglna BÍ: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er og sýnir fyllstu tillitsemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Sigmundur Ernir hafnaði því að hafa brotið gegn þessari umdeildu reglu, svokallaðri tillitssemisreglu. Mikill meirihluti kærumála til siðanefndar snýr einmitt að henni. Í siðanefndardómi segir að kæran sé viðamikil og studd fylgigögnum. Í henni eru átta atriði tíunduð sem Aldís telur að brjóti í bága við siðareglurnar. Í kæru er tekið fram að um fjölþætt brot hins kærða sé að ræða: „Brot gegn alm. hagl., persónuverndarlögum, fjölmiðlalögum og siðareglum BÍ.“ Siðanefndin segir að það sé ekki á sínu sviði að fjalla um ætluð brot gegn hegningarlögum. Hennar sé að meta vinnubrögð fjölmiðlamanna. Umfjöllunin Sigmundi honum til vanvirðu að mati Aldísar Í lok kærunnar setur Aldís fram eftirfarandi tilmæli: „Ég, undirrituð, kynferðisbrotaþoli Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem var aðalumræðuefnið í svokölluðum fréttaþætti á Hringbraut þann 5. nóvember sl., þar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, bar út slúður um mig ásamt Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns, án þess að ég fengi vörnum við komið, fer þess hér með á leit að ég verði opinberlega beðin afsökunar á því fleipri sem umræddur fréttastjóri fór með um mig í þessum óvandaða, einhliða og hlutdræga „fréttaþætti,“ þar sem hann sýndi mér hvorki fyllstu tillitssemi í umfjöllun sinni um þetta vandasama mál, né forðaðist að valda mér óþarfa sársauka, eins og bar skv. siðareglum BÍ, honum sjálfum til vanvirðu.“ Siðanefndin tekur fram að það sé ekki á sínu verksviði að hlutast til um hvort afsökunarbeiðni sé fram lögð eða ekki. Sigmundur segist hafa fjallað um efni bókarinnar Sigmundur Ernir hafði ekki uppi miklar varnir, benti einfaldlega á að viðtal hans snérist um bók Bryndísar þar sem hún meðal annars rifjar upp samskipti sín við elstu dóttur sína, Aldísi. Aldís Schram telur viðtal Sigmundar Ernis við Bryndísi fyrir neðan allar hellur. Og lýsir þar með berorðum hætti hvernig þau hafa þróast til verri vegar. Siðanefnd fellst á sjónarmið Sigmundar Ernis og í niðurstöðu segir meðal annars: „„Siðanefnd telur að eðlilegt að tekið sé viðtal við höfund nýútkominnar bókar og umfjöllunarefnið eigi fyllilega rétt á sér. Nefndin hefur áður tekið þá afstöðu að í viðtalsþáttum sé þess ekki krafist að andstæð sjónarmið komi fram í sama þætti, en að farið sé að siðareglum BÍ við flutning þeirra.“ Sigmundur Ernir telst þannig ekki hafa brotið gegn siðareglum BÍ.
Fjölmiðlar Dómsmál Bókaútgáfa Kynferðisofbeldi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. 22. janúar 2021 16:01 Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. 22. janúar 2021 16:01
Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52
Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15