Rakel Dögg: Við féllum í þeirra gildru Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 22:40 Rakel Dögg er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur" sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir 7 marka tap liðsins á heimavelli í kvöld Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45