Fyrsta barnið látið af völdum Covid-19 í Danmörku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 20:59 Barnið glímdi við alvarleg undirliggjandi veikindi. Getty Dönsk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag að barn, sem er á aldursbilinu núll til níu ára, hafi látist af völdum covid-19. Er það fyrsta barnið sem lætur lífið í Danmörku af völdum sjúkdómsins samkvæmt opinberum gögnum. TV2 greinir frá en barnið glímdi við undirliggjandi alvarleg veikindi. Til þessa höfðu engin börn eða ungmenni látist af völdum faraldursins í Danmörku og hefur enginn í aldurshópunum 10 til 19 ára eða 20 til 29 ára látist af völdum covid-19. Foreldrar þurfa ekki að óttast að senda börn sín aftur í skólann að sögn yfirlæknis sem haft er eftir í frétt TV2. Í gær greindu stjórnvöld frá því að frá og með næsta mánudegi fái yngstu börn grunnskóla aftur að fara í skólann en öll grunnskólabörn hafa þurft að vera heima í fjarkennslu frá því fyrir jól. Klaus Birkelund Johansen, yfirlæknir á barna- og unglingadeild Háskólasjúkrahússins í Árósum, segir að foreldrar ungbarna þurfi ekki að óttast í kjölfar frétta af fyrsta andláti ungs barns í landinu. Það sé „virkilega sjaldgæft“ á heimsvísu að ung börn deyi af völdum veirunnar. „Öll börn sem hafa látist af kórónuveirunni í heiminum eru alvarlega veik fyrir,“ segir Johansen. „En jafnvel meðal mjög veikra barna er mjög mjög sjaldgæft að þau deyi.“ Þeim sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á degi hverjum hefur farið fækkandi undanfarna daga. Aftur á móti hefur æ hærra hlutfall þeirra sem greinast jákvæðir reynst vera með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. 397 greindust með veiruna í gær en alls hafa hátt í 200 þúsund greinst með veiruna í Danmörku og staðfest hafa verið 2.160 dauðsföll. Langflestir hinna látnu voru sjötíu ára eða eldri. Aðeins tíu hinna látnu voru fimmtíu ára eða yngri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Til þessa höfðu engin börn eða ungmenni látist af völdum faraldursins í Danmörku og hefur enginn í aldurshópunum 10 til 19 ára eða 20 til 29 ára látist af völdum covid-19. Foreldrar þurfa ekki að óttast að senda börn sín aftur í skólann að sögn yfirlæknis sem haft er eftir í frétt TV2. Í gær greindu stjórnvöld frá því að frá og með næsta mánudegi fái yngstu börn grunnskóla aftur að fara í skólann en öll grunnskólabörn hafa þurft að vera heima í fjarkennslu frá því fyrir jól. Klaus Birkelund Johansen, yfirlæknir á barna- og unglingadeild Háskólasjúkrahússins í Árósum, segir að foreldrar ungbarna þurfi ekki að óttast í kjölfar frétta af fyrsta andláti ungs barns í landinu. Það sé „virkilega sjaldgæft“ á heimsvísu að ung börn deyi af völdum veirunnar. „Öll börn sem hafa látist af kórónuveirunni í heiminum eru alvarlega veik fyrir,“ segir Johansen. „En jafnvel meðal mjög veikra barna er mjög mjög sjaldgæft að þau deyi.“ Þeim sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á degi hverjum hefur farið fækkandi undanfarna daga. Aftur á móti hefur æ hærra hlutfall þeirra sem greinast jákvæðir reynst vera með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. 397 greindust með veiruna í gær en alls hafa hátt í 200 þúsund greinst með veiruna í Danmörku og staðfest hafa verið 2.160 dauðsföll. Langflestir hinna látnu voru sjötíu ára eða eldri. Aðeins tíu hinna látnu voru fimmtíu ára eða yngri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira