„Arnar var sá fyrsti sem ég hringdi í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 11:54 Tómas Þórður Hilmarsson hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari með Stjörnunni. vísir/daníel Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson er kominn heim eftir dvöl á Spáni. Líklegast er að hann gangi í raðir síns gamla liðs, Stjörnunnar. Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89. Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89.
Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54