Biðst afsökunar á ósannindum um borgarstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:48 Bolli Kristinsson, athafnamaður, hefur beðist afsökunar á ósannindum sem komu fram í myndbandi Björgum miðbænum um Óðinstorg. Vísir Bolli Kristinsson athafnamaður, sem lengi var kenndur við verslunina 17, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið með rangfærslur í myndbandi sem Björgum miðbænum birti á dögunum og talsett er af Vigdísi Hauksdóttir borgarfulltrúa Miðflokksins. Myndbandið fjallar um Óðinstorg og framkvæmdirnar þar sem hafa breytt ásýnd torgsins töluvert. Myndbandið ber yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og gagnrýnir hópurinn þar framkvæmdirnar. „Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti,“ segir í myndbandinu. Þar á eftir er því varpað fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í Facebook-færslu sem Bolli birti á síðunni Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn. ÉG BIÐST VELVIRÐINGAR Hann skrifar að hann hafi aldrei verið „ósannindamaður“ og hafi honum verið sagt að allt sem kæmi fram í myndbandinu kæmi frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Hann segist vera búinn að óska eftir því að myndbandið verði fjarlægt af vefnum. Reykjavík Verslun Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Myndbandið fjallar um Óðinstorg og framkvæmdirnar þar sem hafa breytt ásýnd torgsins töluvert. Myndbandið ber yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og gagnrýnir hópurinn þar framkvæmdirnar. „Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti,“ segir í myndbandinu. Þar á eftir er því varpað fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í Facebook-færslu sem Bolli birti á síðunni Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn. ÉG BIÐST VELVIRÐINGAR Hann skrifar að hann hafi aldrei verið „ósannindamaður“ og hafi honum verið sagt að allt sem kæmi fram í myndbandinu kæmi frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Hann segist vera búinn að óska eftir því að myndbandið verði fjarlægt af vefnum.
Reykjavík Verslun Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26