Baldur Þór: Ég treysti Nick til að klára svona leiki Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2021 22:33 Baldur Þór Ragnarsson gat fagnað í kvöld. vísir/bára „Ég er hrikalega ánægður með að við höfum tekið þennan sigur. Þór skaut 55% úr þriggja stiga í fyrri hálfleik og er að spila með mikið sjálfstraust og eru góðir. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir sigur hans manna í framlengdum leik gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar höfðu yfirhöndina framan af leik og alveg fram í þriðja leikhluta. Þeir voru að hitta vel en frábær þriðji leikhluti Tindastóls kom þeim í bílstjórasætið. „Í sjálfu sér var mikið af þeirra skotum sem þeir voru að setja í fyrri hálfleik í andlitið á mönnum. Það er oft talað um að það séu mikil smáatriði sem skeri úr um hvort þú náir að stoppa skot eða ekki. Það var meira um það í seinni hálfleik að skotin voru erfið fyrir þá.“ Tindastóll var með leikinn í hendi sér á lokamínútum en skoruðu ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútu venjulegs leiktíma. „Í sjálfu sér erum við að fá skot. Jaka, Shawn og Nick voru að skiptast á að skjóta og í sjálfu sér voru þeir bara ekki að klára það. Þeir prófuðu allir og stundum er það bara þannig.“ Nick Tomsick var í vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og var almennt ekki að hitta vel. Hann steig þó upp í síðari hálfleik og skoraði körfuna sem tryggði Tindastól sigurinn. „Hann er mjög sterkur karakter og hefur trú á sjálfum sér. Ég hef trú á honum og treysti honum til að klára svona leiki. Menn taka dýfur í þessu, þetta er langhlaup og það þarf að komast í gegnum dýfurnar og halda áfram.“ Antanas Udras hefur verið í stóru hlutverki hjá Stólunum í vetur en sat allan tímann á bekknum í kvöld. Baldur Þór sagði hann eiga við meiðsli að stríða. „Hann er meiddur í hendi. Hann treysti sér ekki til að spila,“ sagði Baldur Þór að lokum. Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Þórsarar höfðu yfirhöndina framan af leik og alveg fram í þriðja leikhluta. Þeir voru að hitta vel en frábær þriðji leikhluti Tindastóls kom þeim í bílstjórasætið. „Í sjálfu sér var mikið af þeirra skotum sem þeir voru að setja í fyrri hálfleik í andlitið á mönnum. Það er oft talað um að það séu mikil smáatriði sem skeri úr um hvort þú náir að stoppa skot eða ekki. Það var meira um það í seinni hálfleik að skotin voru erfið fyrir þá.“ Tindastóll var með leikinn í hendi sér á lokamínútum en skoruðu ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútu venjulegs leiktíma. „Í sjálfu sér erum við að fá skot. Jaka, Shawn og Nick voru að skiptast á að skjóta og í sjálfu sér voru þeir bara ekki að klára það. Þeir prófuðu allir og stundum er það bara þannig.“ Nick Tomsick var í vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og var almennt ekki að hitta vel. Hann steig þó upp í síðari hálfleik og skoraði körfuna sem tryggði Tindastól sigurinn. „Hann er mjög sterkur karakter og hefur trú á sjálfum sér. Ég hef trú á honum og treysti honum til að klára svona leiki. Menn taka dýfur í þessu, þetta er langhlaup og það þarf að komast í gegnum dýfurnar og halda áfram.“ Antanas Udras hefur verið í stóru hlutverki hjá Stólunum í vetur en sat allan tímann á bekknum í kvöld. Baldur Þór sagði hann eiga við meiðsli að stríða. „Hann er meiddur í hendi. Hann treysti sér ekki til að spila,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10