Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2021 18:44 Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir málið í hæsta forgangi. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er fyllsta ástæða til að setja það á borðið núna, að taka upp þessar umræður, setja þessi mál í forgang og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með þetta mál í forgangi eins og yfirlögregluþjónn lýsti í dag og við að sjálfsögðu fylgjumst með og aðstoðum eins og þarf. Þannig að það er alveg ljóst að umræðan þarf að fara fram,“ segir Sigríður Björk í samtali við fréttastofu. Líkt og greint hefur verið frá var karlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Annar maður um fertugt var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst talsvert magn skotvopna, þar af tveir tuttugu og tveggja kalíbera rifflar en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Stjórnmálaflokkarnir átta á Alþingi sendu ríkislögreglustjóra bréf í vikunni og óskuðu eftir fundi til að fara yfir öryggisráðstafanir. Í bréfinu er farið fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum flokkanna með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglu. Fundurinn verður haldinn á þriðjudag. Sigríður segir engar ákvarðanir hafa verið teknar en að eðlilegt sé að málin séu rædd. „Það er allavega tilefni til að taka umræðuna. Væntanlega verða ekki ákvarðanir teknar fyrr en við vitum hvað rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós, nákvæmlega hvað var að gerast, hverjir standa að baki. Er þetta einstaklingur eða er þetta hópur. Við þurfum að vita meira um málið til að geta metið hvort það þurfi að herða öryggisráðstafanir. En samtalið er byrjað og það er mjög jákvætt skref.“ Komið hefur til tals hjá stjórnmálaflokkunum að óska eftir því að yfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á skrifstofum þeirra. Sigríður segir það verða eitt af því sem verði rætt og skoðað á fundinum. „Það er náttúrlega lögreglumaður á þinginu sjálfu, það má ekki gleyma því. Og í tveimur af ráðuneytunum er lögregla með öryggisgæslu. Þannig að við munum skoða þetta út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á hverjum tíma og taka ákvarðanir samkvæmt því.“ Getur dregið úr viljanum til að taka erfiðar umræður Aðspurð segir hún engar breytingar fyrirhugaðar á vopnaburði lögreglu. „Nei, ekkert slíkt. Við erum á nákvæmlega sama viðbúnaðarstigi og við vorum,“ segir hún. „Það sem hins vegar er slæmt í þessu máli, sérstaklega, er þegar árásin er gerð við heimili fólks sem er í stjórnmálum. Það er eitthvað sem er mjög slæmt og hættulegt. Við sjáum það til dæmis að þessi umræða sem hefur verið hjá kollegum okkar á Norðurlöndum og þar hefur verið umræða um að þetta geti jafnvel dregið úr vilja stjórnmálafólks til að taka erfiðar umræður út af hótunum og jafnvel og ógnandi tilburðum í kjölfarið,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
„Það er of snemmt að segja til um það. Það er fyllsta ástæða til að setja það á borðið núna, að taka upp þessar umræður, setja þessi mál í forgang og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með þetta mál í forgangi eins og yfirlögregluþjónn lýsti í dag og við að sjálfsögðu fylgjumst með og aðstoðum eins og þarf. Þannig að það er alveg ljóst að umræðan þarf að fara fram,“ segir Sigríður Björk í samtali við fréttastofu. Líkt og greint hefur verið frá var karlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Annar maður um fertugt var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst talsvert magn skotvopna, þar af tveir tuttugu og tveggja kalíbera rifflar en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Stjórnmálaflokkarnir átta á Alþingi sendu ríkislögreglustjóra bréf í vikunni og óskuðu eftir fundi til að fara yfir öryggisráðstafanir. Í bréfinu er farið fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum flokkanna með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglu. Fundurinn verður haldinn á þriðjudag. Sigríður segir engar ákvarðanir hafa verið teknar en að eðlilegt sé að málin séu rædd. „Það er allavega tilefni til að taka umræðuna. Væntanlega verða ekki ákvarðanir teknar fyrr en við vitum hvað rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós, nákvæmlega hvað var að gerast, hverjir standa að baki. Er þetta einstaklingur eða er þetta hópur. Við þurfum að vita meira um málið til að geta metið hvort það þurfi að herða öryggisráðstafanir. En samtalið er byrjað og það er mjög jákvætt skref.“ Komið hefur til tals hjá stjórnmálaflokkunum að óska eftir því að yfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á skrifstofum þeirra. Sigríður segir það verða eitt af því sem verði rætt og skoðað á fundinum. „Það er náttúrlega lögreglumaður á þinginu sjálfu, það má ekki gleyma því. Og í tveimur af ráðuneytunum er lögregla með öryggisgæslu. Þannig að við munum skoða þetta út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á hverjum tíma og taka ákvarðanir samkvæmt því.“ Getur dregið úr viljanum til að taka erfiðar umræður Aðspurð segir hún engar breytingar fyrirhugaðar á vopnaburði lögreglu. „Nei, ekkert slíkt. Við erum á nákvæmlega sama viðbúnaðarstigi og við vorum,“ segir hún. „Það sem hins vegar er slæmt í þessu máli, sérstaklega, er þegar árásin er gerð við heimili fólks sem er í stjórnmálum. Það er eitthvað sem er mjög slæmt og hættulegt. Við sjáum það til dæmis að þessi umræða sem hefur verið hjá kollegum okkar á Norðurlöndum og þar hefur verið umræða um að þetta geti jafnvel dregið úr vilja stjórnmálafólks til að taka erfiðar umræður út af hótunum og jafnvel og ógnandi tilburðum í kjölfarið,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27
Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43