„Krabbameinslækningar hér á heimsmælikvarða en huga þarf að endurhæfingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2021 20:02 Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinlækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum hér á landi. Vísir/Helena Lífslíkur og lífsgæði krabbameinsgreindra hér á landi eru með því fremsta sem þekkist í heiminum, að sögn formanns félags krabbameinslækna. Krabbameinsgreindum muni hins vegar fjölga mikið á næstu áratugum og því mikilvægt að huga að öflugri endurhæfingu. Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar. Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar.
Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira