Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 20:46 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Egill Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31
„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35