Marel kaupir 40% hlut í Stranda Prolog Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 11:55 Marel stefnir áfram á frekari vöxt víða um heim. Vísir/Vilhelm Marel hefur lokið kaupum á 40% hlut í Stranda Prolog, norskum framleiðanda hátæknilausna fyrir laxaiðnað. Þá hafa Marel og Stranda Prolog gert með sér samkomulag um stefnumótandi samstarf. Kaupin skiptast í tvo hluta. Annars vegar kaup á útistandandi hlutum og hins vegar hlutafjárhækkun sem verður nýtt til að styðja við frekari vöxt Stranda Prolog með nýsköpun og þróun nýrra lausna, er segir í tilkynningu. Að sögn Marel eru kaupin í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á heildarlausnir, hugbúnað og þjónustu fyrir kjúklinga-, kjöt-, og fiskvinnslu á heimsvísu. Þá hafi Marel og Stranda Prolog lengi unnið saman að heildarlausnum fyrir marga af framsæknustu laxaframleiðendum í heimi. Stranda Prolog var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1946 og er í dag í fararbroddi í þróun hátæknilausna fyrir laxaiðnað auk þess sem félagið framleiðir lausnir fyrir fiskeldi, er fram kemur í tilkynningu. Stranda Prolog er með 25 milljónir evra í árstekjur og 100 starfsmenn sem eru staðsettir í Kristiansund í Noregi. Vilja umbylta laxaiðnaðinum Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir sterka markaðsstöðu Stranda Prolog til marks um yfirburðaþekkingu félagsins á hráefnisvinnslu og gæði vinnslulausna þeirra. „Með því að hefja formlegt samstarf erum við í betri stöðu til að umbylta laxaiðnaðinum, stuðla að samfelldu flæði og nýtingu gagna í gegnum allt vinnsluferlið. Þannig tryggjum við framboð öruggra gæðamatvæla til neytenda um allan heim. Ég er mjög ánægð með að hefja samstarf með félagi sem deilir gildum og framtíðarsýn Marel og ég hlakka til þeirrar samvinnu sem er framundan,“ segir hún í tilkynningu. Þakkar samfélaginu í Kristiansund Klaus Hoseth, forstjóri Stranda Prolog, segir að núverandi viðskiptavinir muni áfram þekkja fyrirtækið sem Stranda Prolog en á nýjum mörkuðum verði það þekkt sem samstarfsaðili Marel. „Saman munum við halda áfram á þeirri vegferð að stuðla að aukinni virðisaukningu fyrir viðskiptavini okkar með hágæða vinnslulausnum og leggja áfram áherslu á sjálfbærni og velferð í fiskeldi. Þetta skref er viðurkenning á vinnuframlagi og árangri starfsfólks okkar, fjölskyldna þeirra og samfélagsins í Kristiansund. Traustur grunnur hefur nú verið lagður fyrir frekari vöxt og verðmætasköpun.“ Matvælaframleiðsla Noregur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Kaupin skiptast í tvo hluta. Annars vegar kaup á útistandandi hlutum og hins vegar hlutafjárhækkun sem verður nýtt til að styðja við frekari vöxt Stranda Prolog með nýsköpun og þróun nýrra lausna, er segir í tilkynningu. Að sögn Marel eru kaupin í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á heildarlausnir, hugbúnað og þjónustu fyrir kjúklinga-, kjöt-, og fiskvinnslu á heimsvísu. Þá hafi Marel og Stranda Prolog lengi unnið saman að heildarlausnum fyrir marga af framsæknustu laxaframleiðendum í heimi. Stranda Prolog var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1946 og er í dag í fararbroddi í þróun hátæknilausna fyrir laxaiðnað auk þess sem félagið framleiðir lausnir fyrir fiskeldi, er fram kemur í tilkynningu. Stranda Prolog er með 25 milljónir evra í árstekjur og 100 starfsmenn sem eru staðsettir í Kristiansund í Noregi. Vilja umbylta laxaiðnaðinum Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir sterka markaðsstöðu Stranda Prolog til marks um yfirburðaþekkingu félagsins á hráefnisvinnslu og gæði vinnslulausna þeirra. „Með því að hefja formlegt samstarf erum við í betri stöðu til að umbylta laxaiðnaðinum, stuðla að samfelldu flæði og nýtingu gagna í gegnum allt vinnsluferlið. Þannig tryggjum við framboð öruggra gæðamatvæla til neytenda um allan heim. Ég er mjög ánægð með að hefja samstarf með félagi sem deilir gildum og framtíðarsýn Marel og ég hlakka til þeirrar samvinnu sem er framundan,“ segir hún í tilkynningu. Þakkar samfélaginu í Kristiansund Klaus Hoseth, forstjóri Stranda Prolog, segir að núverandi viðskiptavinir muni áfram þekkja fyrirtækið sem Stranda Prolog en á nýjum mörkuðum verði það þekkt sem samstarfsaðili Marel. „Saman munum við halda áfram á þeirri vegferð að stuðla að aukinni virðisaukningu fyrir viðskiptavini okkar með hágæða vinnslulausnum og leggja áfram áherslu á sjálfbærni og velferð í fiskeldi. Þetta skref er viðurkenning á vinnuframlagi og árangri starfsfólks okkar, fjölskyldna þeirra og samfélagsins í Kristiansund. Traustur grunnur hefur nú verið lagður fyrir frekari vöxt og verðmætasköpun.“
Matvælaframleiðsla Noregur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira