Marel kaupir 40% hlut í Stranda Prolog Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 11:55 Marel stefnir áfram á frekari vöxt víða um heim. Vísir/Vilhelm Marel hefur lokið kaupum á 40% hlut í Stranda Prolog, norskum framleiðanda hátæknilausna fyrir laxaiðnað. Þá hafa Marel og Stranda Prolog gert með sér samkomulag um stefnumótandi samstarf. Kaupin skiptast í tvo hluta. Annars vegar kaup á útistandandi hlutum og hins vegar hlutafjárhækkun sem verður nýtt til að styðja við frekari vöxt Stranda Prolog með nýsköpun og þróun nýrra lausna, er segir í tilkynningu. Að sögn Marel eru kaupin í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á heildarlausnir, hugbúnað og þjónustu fyrir kjúklinga-, kjöt-, og fiskvinnslu á heimsvísu. Þá hafi Marel og Stranda Prolog lengi unnið saman að heildarlausnum fyrir marga af framsæknustu laxaframleiðendum í heimi. Stranda Prolog var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1946 og er í dag í fararbroddi í þróun hátæknilausna fyrir laxaiðnað auk þess sem félagið framleiðir lausnir fyrir fiskeldi, er fram kemur í tilkynningu. Stranda Prolog er með 25 milljónir evra í árstekjur og 100 starfsmenn sem eru staðsettir í Kristiansund í Noregi. Vilja umbylta laxaiðnaðinum Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir sterka markaðsstöðu Stranda Prolog til marks um yfirburðaþekkingu félagsins á hráefnisvinnslu og gæði vinnslulausna þeirra. „Með því að hefja formlegt samstarf erum við í betri stöðu til að umbylta laxaiðnaðinum, stuðla að samfelldu flæði og nýtingu gagna í gegnum allt vinnsluferlið. Þannig tryggjum við framboð öruggra gæðamatvæla til neytenda um allan heim. Ég er mjög ánægð með að hefja samstarf með félagi sem deilir gildum og framtíðarsýn Marel og ég hlakka til þeirrar samvinnu sem er framundan,“ segir hún í tilkynningu. Þakkar samfélaginu í Kristiansund Klaus Hoseth, forstjóri Stranda Prolog, segir að núverandi viðskiptavinir muni áfram þekkja fyrirtækið sem Stranda Prolog en á nýjum mörkuðum verði það þekkt sem samstarfsaðili Marel. „Saman munum við halda áfram á þeirri vegferð að stuðla að aukinni virðisaukningu fyrir viðskiptavini okkar með hágæða vinnslulausnum og leggja áfram áherslu á sjálfbærni og velferð í fiskeldi. Þetta skref er viðurkenning á vinnuframlagi og árangri starfsfólks okkar, fjölskyldna þeirra og samfélagsins í Kristiansund. Traustur grunnur hefur nú verið lagður fyrir frekari vöxt og verðmætasköpun.“ Matvælaframleiðsla Noregur Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Kaupin skiptast í tvo hluta. Annars vegar kaup á útistandandi hlutum og hins vegar hlutafjárhækkun sem verður nýtt til að styðja við frekari vöxt Stranda Prolog með nýsköpun og þróun nýrra lausna, er segir í tilkynningu. Að sögn Marel eru kaupin í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að bjóða upp á heildarlausnir, hugbúnað og þjónustu fyrir kjúklinga-, kjöt-, og fiskvinnslu á heimsvísu. Þá hafi Marel og Stranda Prolog lengi unnið saman að heildarlausnum fyrir marga af framsæknustu laxaframleiðendum í heimi. Stranda Prolog var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1946 og er í dag í fararbroddi í þróun hátæknilausna fyrir laxaiðnað auk þess sem félagið framleiðir lausnir fyrir fiskeldi, er fram kemur í tilkynningu. Stranda Prolog er með 25 milljónir evra í árstekjur og 100 starfsmenn sem eru staðsettir í Kristiansund í Noregi. Vilja umbylta laxaiðnaðinum Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir sterka markaðsstöðu Stranda Prolog til marks um yfirburðaþekkingu félagsins á hráefnisvinnslu og gæði vinnslulausna þeirra. „Með því að hefja formlegt samstarf erum við í betri stöðu til að umbylta laxaiðnaðinum, stuðla að samfelldu flæði og nýtingu gagna í gegnum allt vinnsluferlið. Þannig tryggjum við framboð öruggra gæðamatvæla til neytenda um allan heim. Ég er mjög ánægð með að hefja samstarf með félagi sem deilir gildum og framtíðarsýn Marel og ég hlakka til þeirrar samvinnu sem er framundan,“ segir hún í tilkynningu. Þakkar samfélaginu í Kristiansund Klaus Hoseth, forstjóri Stranda Prolog, segir að núverandi viðskiptavinir muni áfram þekkja fyrirtækið sem Stranda Prolog en á nýjum mörkuðum verði það þekkt sem samstarfsaðili Marel. „Saman munum við halda áfram á þeirri vegferð að stuðla að aukinni virðisaukningu fyrir viðskiptavini okkar með hágæða vinnslulausnum og leggja áfram áherslu á sjálfbærni og velferð í fiskeldi. Þetta skref er viðurkenning á vinnuframlagi og árangri starfsfólks okkar, fjölskyldna þeirra og samfélagsins í Kristiansund. Traustur grunnur hefur nú verið lagður fyrir frekari vöxt og verðmætasköpun.“
Matvælaframleiðsla Noregur Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira