Fjörutíu þúsund heimili með Stöð 2+ og áskriftarsala tvöfaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 10:27 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 er nú aðeins aðgengilegur áskrifendum en þó er hægt að hlusta á hann á Bylgjunni. Fjörutíu þúsund heimili landsins eru með aðgang að efnisveitunni Stöð 2+ (áður Maraþon) og áskriftarsala í janúar 2021 er tvöföld á við það sem hún var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stöð 2. Þann 18. janúar var ákveðið að Stöð 2 yrði áskriftarstöð að öllu leyti sem þýddi að dagskrárefni á borð við kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem hafði verið í opinni dagskrá í rúmlega 34 ár, varð aðeins aðgengilegur áskrifendum. Um leið var boðið upp á áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+ fyrir 7990 krónur á mánuði og áskriftarskilmálar gerðir sveigjanlegir. Fjallað var um breytingarnar á dögunum, eins og sjá má í fréttinni að neðan. Sigurður Amlín Magnússon, forstöðumaður sölu- og þjónustustviðs Stöðvar 2, segir gaman að sjá jákvæð viðbrögð við breytingunum. „Sala á áskriftum að Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport er umtalsvert hærri en á sama tíma í fyrra og enn nokkrir dagar eftir af janúar mánuði. Nýtt verð og sveigjanlegri áskriftarskilmálar eru að fá mjög góðar viðtökur hjá landsmönnum sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Sigurður í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að 300 prósenta aukning hafi orðið í áhorfi á efnisveituna Stöð 2+ og í dag hafi rúmlega fjörutíu þúsund heimili aðgang að veitunni. „Við erum í dag með fjölbreytt úrval afþreyingar, bæði hágæða línulega dagskrá og beinar útsendingar á íþróttum en ekki síst gríðarlega öfluga efnisveitu sem fer sífellt stækkandi, bæði hvað varðar efni og áskrifendur. Samanburður á heildaráhorfi okkar við línulega dagskrá RÚV er ekki réttur enda aðeins hluti áhorfs okkar í línulegri dagskrá. Áhorf á Stöð 2+ er utan mælinga Gallup en þar hafa yfir 40.000 heimili aðgang og notkun eykst í hverjum mánuði. Við fögnum frábærum viðbrögðum markaðarins og hlökkum til þess að efla efnisframboð okkar og þjónustu enn frekar næstu misseri,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Stöðvar 2 í tilkynningunni. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Þann 18. janúar var ákveðið að Stöð 2 yrði áskriftarstöð að öllu leyti sem þýddi að dagskrárefni á borð við kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem hafði verið í opinni dagskrá í rúmlega 34 ár, varð aðeins aðgengilegur áskrifendum. Um leið var boðið upp á áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+ fyrir 7990 krónur á mánuði og áskriftarskilmálar gerðir sveigjanlegir. Fjallað var um breytingarnar á dögunum, eins og sjá má í fréttinni að neðan. Sigurður Amlín Magnússon, forstöðumaður sölu- og þjónustustviðs Stöðvar 2, segir gaman að sjá jákvæð viðbrögð við breytingunum. „Sala á áskriftum að Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport er umtalsvert hærri en á sama tíma í fyrra og enn nokkrir dagar eftir af janúar mánuði. Nýtt verð og sveigjanlegri áskriftarskilmálar eru að fá mjög góðar viðtökur hjá landsmönnum sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Sigurður í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að 300 prósenta aukning hafi orðið í áhorfi á efnisveituna Stöð 2+ og í dag hafi rúmlega fjörutíu þúsund heimili aðgang að veitunni. „Við erum í dag með fjölbreytt úrval afþreyingar, bæði hágæða línulega dagskrá og beinar útsendingar á íþróttum en ekki síst gríðarlega öfluga efnisveitu sem fer sífellt stækkandi, bæði hvað varðar efni og áskrifendur. Samanburður á heildaráhorfi okkar við línulega dagskrá RÚV er ekki réttur enda aðeins hluti áhorfs okkar í línulegri dagskrá. Áhorf á Stöð 2+ er utan mælinga Gallup en þar hafa yfir 40.000 heimili aðgang og notkun eykst í hverjum mánuði. Við fögnum frábærum viðbrögðum markaðarins og hlökkum til þess að efla efnisframboð okkar og þjónustu enn frekar næstu misseri,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Stöðvar 2 í tilkynningunni. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira