Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:02 Þórdís Brynjólfsdóttir hefur beðið í um þrjú ár eftir að komast í brjóstnám og brjóstauppbyggingu. Beiðni fyrir aðgerðinni reyndist aldrei hafa verið gerð. Vísir/Aðsend Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00
Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04
„Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30