Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. janúar 2021 16:47 Degi B. Eggertssyni er að vonum afar brugðið eftir að í ljós kom að einhver hafði skotið á bíl hans, að öllum líkindum þar sem hann stóð fyrir utan heimili þeirra í Þingholtunum. Dagur segist ekki hafa hugmynd um hver gæti hafa verið þar að verki. Vísir/Vilhelm Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður ræddi við Dag nú fyrir stundu en ljóst er að honum er afar brugðið eftir að í ljós kom að skotið hafði verið á bíl hans. Dagur tók fyrst eftir torkennilegu gati á bílnum. Hann segist enga hugmynd um hver getur hafa verið þarna að verki. „Við uppgötvuðum þetta þegar konan mín sótti mig í vinnuna í Ráðhúsið undir kvöld á laugardaginn. Þegar ég er að stíga inn í bílinn tek ég eftir gati á miðri farþegahurðinni. Ég tilkynnti það til lögreglu sem brást hratt við og fengum að vita að fundist hefðu kúlur í hurðinni. málið hefur verið til rannsóknar síðan.“ Borgarstjóra afar brugðið Dagur segist þegar hafa áttað sig á því að þetta var óeðlilegt en hann hafi ýtt þeim möguleika til hliðar að þarna hafi verið um skotárás að ræða eða allt þar til lögreglan staðfesti að svo hafi verið. Að byssukúlur fundust í hurðinni. Hann segist ekki hafa lent í neinu öðru viðlíka þessu. Og hann neitar því ekki að sér sé brugðið. „Já, það væri fjarri lagi að segja að það gerði það ekki. Ég er auðvitað í stjórnmálum og það ganga stundum gusurnar þar en þetta heggur að heimilinu, þar sem ekki bý bara ég heldur fjölskylda mín. Þeir sem eru mér kærastir, kona mín, börnin mín. Já, þetta hefur óneitanlega áhrif.“ Dagur segir fjölskyldu sína hafa sýnt ótrúlegt æðruleysi og styrk, satt best að segja. Allir reyni að halda sjó. Borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist hratt við og á mjög traustvekjandi hátt. „Það hjálpar. En hluti af því að þetta fari nú út í umræðuna, finnst mér skipta máli eins og almennt í lífinu, að hafa skjól um fjölskylduna og einkalífið fyrst um sinn.“ Finnst þér verra að þetta hafi farið út og sé til umræðu? „Efst í mínum huga er að lögreglan geti unnið sitt verk og hagsmunir þeirrar rannsóknar sé. En þetta er ekki mitt einkamál. Ég held að við verðum aðeins að ræða umræðuna, hörkuna, samskiptin því við erum að horfa uppá alþjóðlega þróun. Alltaf verið að færa línuna og spurning hvenær við sem samfélag tökum þetta til umræðu og segjum þetta gott.“ Árásin sneiðir að friðhelgi heimilisins Dagur segir að hans upplifun sé sú að mörkin séu að færast til, því miður. „Við erum friðsamt samfélag og höfum getað tekist á um mál með því að ræða saman. Mótmæli eru eitt, ofbeldi annað og þarna þarf að vera samstaða um mörkin. Þetta er auðvitað skotárás, þó það lendi á bíl er bílnum lagt að öllum líkindum nálægt heimilið sem er friðhelgur staður. Við höfum oft opnað hús okkar en þetta er svolítið annað. Heimilið á ekki að vera vígvöllur í neinum skilningi.“ Dagur segist vonast til þess að árásin hafi fyrst og fremst hugsuð til að hræða en það þurfi lítið út af að bregða þegar vopn eru annars vegar; þau eiga ekki heima í íbúðahverfum né neinu því sem tengist þjóðmálaumræðu og pólitík. Hefur þú og þið upplifað varnarleysi vegna þessa? „Hver sem er getur sett sig í þessi spor. Við vitum ekki hver var að verki. Meðan það er ríkir óvissa. Þetta er nú í höndum lögreglu að skoða atburðaráðsina og ég vona að það leiði til niðurstöðu.“ Sárt ef hið saklausa samfélag á Íslandi er horfið Dagur segist aldri hafa orðið fyrir því fyrr að sér hafi verið ógnað né hótað með þeim hætti að hann geti tengt það við þetta. Í umræðunni falla stundum hörð orð, en það eru orð og kannski er maður orðinn of vanur því. Kannski er tímabært að draga línu í sandinn og skoða hvaða árif það hefur til lengri tíma.“ Dagur segist ekki vilja hafa nein orð um hvort hann og fjölskylda hans njóti öryggisgæslu eftir að þetta kom í ljós. Lögreglan hafi það hlutverk að taka afstöðu til þess. Og verði að svara því. „En það var vörður við heimilið fyrst þegar þetta kom upp. Það er fylgst vel með. Lögreglan er að nálgast þetta af fagmennsku að mínu mati.“ Nú hefur þú opnað heimili þitt á Menningarnótt og 17. júní fyrir borgarbúum. Mun það breytast? „Ég ætla ekkert að segja um það. Við höfum gengið út frá því að við búum í friðsömu samfélagi og ótrúlega sárt ef sá tími tilheyrir bara fortíðinni. Ég vona að það vinnist úr þessu máli og að fólk sé sammála um að svona hlutir eiga ekki að gerast. Og við getum áfram verið samfélag þar sem við getum hist óháð stjórnmálaskoðunum.“ Hefur engan grun um hver gæti staðið að baki árásinni Orðræðan í Ráðhúsinu er oft hatröm. Gæti það ýtt undir enn grimmari umræðu og leitt til aukinnar reiði, að þínu mati? „Þetta er eitt af því sem þarf að ræða og sú umræða þarf að fara fram hér í Reykjavík og víðar. Ástæða er til ræða hana víða um heim, við erum að sjá aukna hörku og þjóðir að klofna í herðar niður. Skipta sér í hópa. Áhlaupið á þinghúsið í Bandaríkjunum er umhugsunarefni þó ég sé ekki að tengja þessa atburði. Til þess vitum við of lítið um skot á bílinn, en þetta leitar á hugann.“ Hefurðu einhvern minnsta grun um hver var að verki? „Nei, lögreglan er með það verkefni. Og mér dettur ekki í hug að hlaupa til og benda í einhverjar áttir. Lögreglan verður að fá frið og svigrúm til að vinna sitt verk. Hvernig er að vera heima og fara að sofa eftir svona nokkuð? „Það er bara okkar mál í raun og veru. Við erum samhent fjölskylda og ótrúlegt æðruleysi sem einkennir krakkana og konuna mína þannig að það er … við förum í gegnum þetta, ég efast ekkert um það. Vonandi með yfirvegun og samstöðu.“ Lögreglumál Borgarstjórn Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður ræddi við Dag nú fyrir stundu en ljóst er að honum er afar brugðið eftir að í ljós kom að skotið hafði verið á bíl hans. Dagur tók fyrst eftir torkennilegu gati á bílnum. Hann segist enga hugmynd um hver getur hafa verið þarna að verki. „Við uppgötvuðum þetta þegar konan mín sótti mig í vinnuna í Ráðhúsið undir kvöld á laugardaginn. Þegar ég er að stíga inn í bílinn tek ég eftir gati á miðri farþegahurðinni. Ég tilkynnti það til lögreglu sem brást hratt við og fengum að vita að fundist hefðu kúlur í hurðinni. málið hefur verið til rannsóknar síðan.“ Borgarstjóra afar brugðið Dagur segist þegar hafa áttað sig á því að þetta var óeðlilegt en hann hafi ýtt þeim möguleika til hliðar að þarna hafi verið um skotárás að ræða eða allt þar til lögreglan staðfesti að svo hafi verið. Að byssukúlur fundust í hurðinni. Hann segist ekki hafa lent í neinu öðru viðlíka þessu. Og hann neitar því ekki að sér sé brugðið. „Já, það væri fjarri lagi að segja að það gerði það ekki. Ég er auðvitað í stjórnmálum og það ganga stundum gusurnar þar en þetta heggur að heimilinu, þar sem ekki bý bara ég heldur fjölskylda mín. Þeir sem eru mér kærastir, kona mín, börnin mín. Já, þetta hefur óneitanlega áhrif.“ Dagur segir fjölskyldu sína hafa sýnt ótrúlegt æðruleysi og styrk, satt best að segja. Allir reyni að halda sjó. Borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist hratt við og á mjög traustvekjandi hátt. „Það hjálpar. En hluti af því að þetta fari nú út í umræðuna, finnst mér skipta máli eins og almennt í lífinu, að hafa skjól um fjölskylduna og einkalífið fyrst um sinn.“ Finnst þér verra að þetta hafi farið út og sé til umræðu? „Efst í mínum huga er að lögreglan geti unnið sitt verk og hagsmunir þeirrar rannsóknar sé. En þetta er ekki mitt einkamál. Ég held að við verðum aðeins að ræða umræðuna, hörkuna, samskiptin því við erum að horfa uppá alþjóðlega þróun. Alltaf verið að færa línuna og spurning hvenær við sem samfélag tökum þetta til umræðu og segjum þetta gott.“ Árásin sneiðir að friðhelgi heimilisins Dagur segir að hans upplifun sé sú að mörkin séu að færast til, því miður. „Við erum friðsamt samfélag og höfum getað tekist á um mál með því að ræða saman. Mótmæli eru eitt, ofbeldi annað og þarna þarf að vera samstaða um mörkin. Þetta er auðvitað skotárás, þó það lendi á bíl er bílnum lagt að öllum líkindum nálægt heimilið sem er friðhelgur staður. Við höfum oft opnað hús okkar en þetta er svolítið annað. Heimilið á ekki að vera vígvöllur í neinum skilningi.“ Dagur segist vonast til þess að árásin hafi fyrst og fremst hugsuð til að hræða en það þurfi lítið út af að bregða þegar vopn eru annars vegar; þau eiga ekki heima í íbúðahverfum né neinu því sem tengist þjóðmálaumræðu og pólitík. Hefur þú og þið upplifað varnarleysi vegna þessa? „Hver sem er getur sett sig í þessi spor. Við vitum ekki hver var að verki. Meðan það er ríkir óvissa. Þetta er nú í höndum lögreglu að skoða atburðaráðsina og ég vona að það leiði til niðurstöðu.“ Sárt ef hið saklausa samfélag á Íslandi er horfið Dagur segist aldri hafa orðið fyrir því fyrr að sér hafi verið ógnað né hótað með þeim hætti að hann geti tengt það við þetta. Í umræðunni falla stundum hörð orð, en það eru orð og kannski er maður orðinn of vanur því. Kannski er tímabært að draga línu í sandinn og skoða hvaða árif það hefur til lengri tíma.“ Dagur segist ekki vilja hafa nein orð um hvort hann og fjölskylda hans njóti öryggisgæslu eftir að þetta kom í ljós. Lögreglan hafi það hlutverk að taka afstöðu til þess. Og verði að svara því. „En það var vörður við heimilið fyrst þegar þetta kom upp. Það er fylgst vel með. Lögreglan er að nálgast þetta af fagmennsku að mínu mati.“ Nú hefur þú opnað heimili þitt á Menningarnótt og 17. júní fyrir borgarbúum. Mun það breytast? „Ég ætla ekkert að segja um það. Við höfum gengið út frá því að við búum í friðsömu samfélagi og ótrúlega sárt ef sá tími tilheyrir bara fortíðinni. Ég vona að það vinnist úr þessu máli og að fólk sé sammála um að svona hlutir eiga ekki að gerast. Og við getum áfram verið samfélag þar sem við getum hist óháð stjórnmálaskoðunum.“ Hefur engan grun um hver gæti staðið að baki árásinni Orðræðan í Ráðhúsinu er oft hatröm. Gæti það ýtt undir enn grimmari umræðu og leitt til aukinnar reiði, að þínu mati? „Þetta er eitt af því sem þarf að ræða og sú umræða þarf að fara fram hér í Reykjavík og víðar. Ástæða er til ræða hana víða um heim, við erum að sjá aukna hörku og þjóðir að klofna í herðar niður. Skipta sér í hópa. Áhlaupið á þinghúsið í Bandaríkjunum er umhugsunarefni þó ég sé ekki að tengja þessa atburði. Til þess vitum við of lítið um skot á bílinn, en þetta leitar á hugann.“ Hefurðu einhvern minnsta grun um hver var að verki? „Nei, lögreglan er með það verkefni. Og mér dettur ekki í hug að hlaupa til og benda í einhverjar áttir. Lögreglan verður að fá frið og svigrúm til að vinna sitt verk. Hvernig er að vera heima og fara að sofa eftir svona nokkuð? „Það er bara okkar mál í raun og veru. Við erum samhent fjölskylda og ótrúlegt æðruleysi sem einkennir krakkana og konuna mína þannig að það er … við förum í gegnum þetta, ég efast ekkert um það. Vonandi með yfirvegun og samstöðu.“
Lögreglumál Borgarstjórn Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56
Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07