Krabbameinsfélagið sakar Kristján um lygar: Ráðuneytið vissi í október að tvöþúsund sýni yrðu ógreind í árslok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2021 15:57 Það andar köldu milli Kristjáns og forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins. Kristján var yfirlæknir og forstjóri KÍ um skeið en hefur löngum verið gagnrýnt ýmsa þætti starfsemi félagsins. Heilbrigðisráðuneytið vissi fullvel að um tvöþúsund leghálssýni yrðu óskoðuð í árslok, þegar skimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Þetta sýna tölvupóstsamskipti milli formanns KÍ og ráðuneytisins. Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Sjá meira
Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent