„Hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 19:04 Helena ræddi um komandi landsliðsþjálfara í viðtali á Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Helena Ólafsdóttir, spekingur Stöð 2 Sport og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hefði viljað sjá Elísabetu Gunnarsdóttur taka við kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2. Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16
Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54
Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð