Fischer komst ekki í aðra skákina vegna ágangs ljósmyndara Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2021 08:00 Fischer gerðist íslenskur ríkisborgari, líklega einn þekktasti Íslendingurinn en gröf hans er á Selfossi þar sem komið hefur verið upp sérstöku Fischersetri. Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari rifjar upp kynni sín af snillingnum sem varpar nýju ljósi á einvígi aldarinnar. Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sá um Bobby Fischer og aðstoðarfólk þegar það dvaldi á Hótel Loftleiðum vegna einvígis aldarinnar. Hann segir hér sögu sem er mikilvægt púsl í söguna. Á næsta ári verður liðin hálf öld frá því að einvígi aldarinnar var haldið í Reykjavík. Skákundrið Bobby Fischer lagði þá Boris Spassky og hratt þar 24 ára einokun Sovétmanna á heimsmeistaratitlinum. Í júlí í Reykjavík 1972. Fischer tapaði fyrstu skákinni og annarri einnig vegna þess að hann mætti ekki til leiks. Mikið hefur verið ritað, spáð og spekúlerað um það furðulega atvik; að þetta hafi verið liður í sálfræðihernaðinum sem ríkti og þar hafi Fischer tekist að slá Spassky út af laginu. Hilmar kann að segja aðra sögu sem skýrir þetta atvik. Ellismellur á Spáni Vísi hafði borist ábending um að Hilmar byggi yfir ómetanlegri vitneskju sem varpar skýrara ljósi á þennan sögulega atburð. Hann er nú 78 ára gamall, í hörkuformi og er búsettur skammt utan Torrevieja á Spáni, nánar tiltekið á svæði sem kallast Orihuela Costa. Hefur verið nú í kringum þrjú ár og lætur ákaflega vel af sér. Fleiri þúsund Íslendinga eru búsettir á þessum slóðum. Til að mynda eru 700 meðlimir í tiltölulega nýstofnuðu Íslendingafélagi og eru það þó ekki nærri því allir. Hilmar er orðinn 78 ára gamall, í fantaformi og nýtur lífsins á Spáni.aðsend „Ég er bara orðinn ellismellur og er að reyna að hafa það sem best. Opinberlega er ég flóttamaður frá Besta Landi Í Heimi með 340 þúsund í ellilaun frá Bjarna Ben. Ég hætti að vinna 2012 eftir að hafa verið að kenna Bandaríkjamönnum að elda fisk í 22 ár á vegum íslensku fisksölufyrirtækjanna í USA. Ég bjó þar í 12 ár.“ Hilmar segist kunna mannganginn í skák en ekki meira. Áður en við víkjum að þeirri sögu sem Hilmar hefur að segja af kynnum sínum og Bobby Fischers er vert að tæpa á glæsilegum ferli Hilmars. Hann var kokkur í 54 ár, var kallaður ferðakokkur Íslands hér í eina tíð. Glæsilegur ferill Hilmars „Ég var að sjá um landkynningar um allan heim í 20 ár. Var matreiðslumaður Frú Vigdísar fyrstu 12 árinn hennar,“ segir Hilmar. Hann var einn stofnenda Klúbbs Matreiðslumeistara 1972 og er enn meðlimur. Þá var hann í fyrsta landsliði sem keppti fyrir Íslands hönd í alþjóða matreiðslukeppni. „Já, svo stofnaði ég tímaritið Gestgjafann ásamt konunni minni og áttum við það fyrstu 8 árin. Konan dó 2016,“ segir Hilmar sem einnig var varaforseti Alheimssamtaka matreiðslumanna í 5 ár en í samtökunum eru 110 lönd og 10 miljón meðlimir. Ferill Hilmars sem matreiðslumeistari er einstaklega glæsilegur.aðsend Hilmar segist hafa eitt og annað um það að segja þegar Icelandic Seafood var selt árið 2011, það sé skömm og sneypa en það bíður betri tíma. Hann segir að ástandið á Spáni sé erfitt nú vegna kórónuveirunnar. Allir veitingastaðir eru lokaðir, takmarkanir með hvert fólk megi fara, grímur, spritt og tveir metrar en hitinn er að komast í 20 gráður og upp. Hilmar býr með íslenskri vinkonu sinni. Víkur þá sögunni til Reykjavíkur og árið er 1972. Þá hafði verið mikið um það rætt í fjölmiðlum að svo kynni að fara að heimsmeistaramótið í skák ætti að fara fram á Íslandi. Bobby kemur „Dag nokkurn kallaði Erling Aspelund hótelstjóri mig inn á skrifstofu til sín og sagðist þurfa að segja mér leyndarmál. Þannig væri að það væri nokkurn veginn ákveðið að Bobby Fischer mundi búa hjá okkur á meðan á skákmótinu stæði. Að vísu myndi hann hafa aðgang að stóru flottu einbýlishúsi á Arnarnesinu,“ segir Hilmar. Hann segist hafa rekið upp stór augu. Fjölmiðlamannastóð elti Fischer á röndum. Enda er talað um einvígi aldarinnar, Sovétríkin gegn Bandaríkjunum, austrið gegn vestri. Þessi mynd er tekin þegar hann mætir til þriðju skákarinnar gegn Boris Spassky 17. júlí 1972.Express Newspapers/Getty Images Erling sagði Hilmari að meðal þess sem gerði þetta verkefni sérstaklega áhugavert væri sú staðreynd að Bobby hafi aldrei staldrað vði meira en tvo til þrjá daga á sama hótelinu þar sem hann hafi keppt árum áður, hann væri alltaf óánægður með eitthvað og flytti sig þá til og yfir á annað hótel. „Erling sagði að ef úr þessu yrði ætti ég gersamlega sjá um kauða. Það er að segja þegar Bobby vaknar ert þú þar og þegar Bobby fer að sofa ert þú þar, sagði Erling: Ég vil að við getum sagt að hann hafi verið hér allan tímann.“ Fréttamannastóð fylgdi Hilmar sagði „ekkert mál“ og nokkrum vikum síðar mætti Bobby með fríðu föruneyti en einnig um 30 blaða- og fréttamenn bæði frá Evrópu og Ameríku. „Flestir þessir fréttamenn bjuggu á hótelinu hjá okkur. Bobby var sköffuð brúðarsvítan sem var herbergi númer 470. Spassky bjó aftur á móti á Hótel Sögu, einnig með sínu fylgdarliði. Ekki man ég hvar aðstoðarfólkið fékk herbergi nema að aðalaðstoðar maðurinn Séra Lombardy var á annarri svítu á fjórðu hæðinni. Svo var einhver kona með sem ég man ekki nafnið á.“ Matreiðslumeistarinn á Spáni. Hann lítur nú um öxl og ýmislegt fróðlegt kemur upp úr dúrnum sem vert er að halda til haga.aðsend Hilmar segir að þau á Hótel Loftleiðum hafi tekið frá lítinn sal við hliðina á Blómasalnum bara fyrir Bobby og hans fólk til að matast í. „Bobby var sérlega mannfælinn og þoldi alls ekki ljósmyndara og fréttafólk í kringum sig. Í þessum sal hafði ég sett upp eitt átta manna hringborð til að matast við og 2 fjögurra manna borð ef menn vildu setjast annarstaðar. Fyrsta kvöldverðinn hafði ég lagt á borð svipað og við gerðum í Blómasalnum fyrir þríréttaða máltíð með hvítvíns- og rauðvíns- og vatnsglasi og munnþurrku í fallegu broti.“ Fischer sjúklega tortrygginn Hilmar segir að þegar Bobby og Lombardy settust til borðs lagði Bobby framhandlegginn á borðbrúnina og ýtti öllu klabbinu inn á mitt borð. Hann tók upp leðurmöppu sem samanlögð passaði í innanávasa á jakka. Þegar þessi mappa var opnuð reyndist um að ræða ferðatafl með taflmönnum sem stungið var á ská niður í rifur við hvern reit. „Ég kom með matseðlana og hvenær sem ég nálgaðist lokaði Bobby möppunni svo ég gæti ekki séð skákstöðuna sem hann hafði sett upp en hann var að ræða við Lombardy. Ágangur pressunnar var mikill. Hér má sjá mynd af honum á forsíðu Þjóðviljans 5. júlí 1972 undir lýsandi fyrirsögn: Fischer á flótta.timarit.is Ég tók pöntunina og hreinsaði miðjuna á borðinu. Fór fram og læsti kauðana inni, en það var samkvæmt beiðni þeirra. Engin skildi koma þeim að óvörum. Ég bar fram matinn og skammtaði hnífapör til Bobby með hverjum rétti og eitt vínglas í einu. Lombardy og seinna aðstoðarkonan létu borðuppsetninguna standa öfugt við Bobby.“ Eins og þeir sem muna þessa tíma vita hófst kalt stríð milli fylkinganna, austurs og vesturs. „Það var bókstaflega allt sem þessir aðilar gátu fundið upp, til að vera ósammála um. Lýsingin í Laugardalshöllinni var mikið þrætuefni og að einhverskonar njósnakerfi væru í ljósunum, menn héldu líka að það væru njósnakerfi í stólunum sem skaffaðir voru og nokkrir voru skornir í tætlur til að leita að slíku. Og það voru mörg skákborðin og klukkurnar sem voru athugð.“ Bobby hrökklast inn á herbergi aftur Að endingu var allt klárt og það kom að því að tefla. Bobby tapaði fyrstu skákinni eins og áður sagði. En á öðrum keppnisdegi komu upp vandræði. „Bobby hafði komið niður og borðað morgunverð og farið aftur upp á herbergi. Um hálftíma áður enn hann átti að mæta til leiks opnaði hann hurðina til að leggja af stað en þá kom babb í bátinn. Nokkuð sem engin hafði reiknað með. Við Íslendingar vissum á þessum árum ekkert um paparazza. Á ganginum fyrir framan herbergi 470 voru um 30 fréttamenn með allar sínar myndavélar og Bobby, sem hataði blaðamenn, mætti ekki í fyrstu skákina og tapaði þar með fyrsta deginum. Heimsfrétt og ekkert minna,“ segir Hilmar. En enginn íslenskur ljósmyndari var í þeim hópi. Ekki þarf að fletta gömlum blöðum lengi til að sjá hversu mjög mönnum var brugðið þegar Fischer mætti ekki til leiks. Heimurinn stóð á öndinni. Hét getur að líta forsíðu Tímans sem dró hvergi af sér í lýsingunum.tímarit.is Allt þetta gerist án vitundar starfsmanna hótelsins. Einn af amerísku blaðamönnunum sagði Hilmari hvað væri í gangi og hann ákvað að grípa til sinna ráða. „Ég ákvað að fara upp á ganginn í góðum tíma og sjá til þess að fréttamennirnir væru ekki fyrir. Þetta er sennilega einn af mínum stærstu dögum sem veitingastjóri og stundum held ég að það sé mér að þakka að Bobby vann mótið. Ef hann hefði ekki mætt í þriðja sinn, hefðu Rússar unnið.“ Strangar samningaviðræður við ágenga ljósmyndara Þegar Hilmar kom upp á ganginn var allur skarinn mættur vopnaður myndavélum. „Hófst þá eitthvert mesta samningaþóf sem ég hef nokkurn tíma lent í. Ég þurfti bókstaflega að grátbiðja fréttamennina einn eftir annan að fara niður í gestamóttöku og bíða þar. Ef þeir væru myndi Bobby ekki mæta á staðinn, Spassky ynni og allir færu heim daginn eftir. Ég sagði að hann þyrfti hvort sem er að fara í gegnum móttökuna á leið út.“ Eftir langt þras og fjas féllust allir að lokum á að fara niður og gangurinn tæmdist. Þetta var rúmum klukkutíma áður en Bobby átti að mæta. „Ég bankaði og Lombardy opnaði. Ég sagði honum að leiðin væri greið. Þá kom Bobby og segist vera svangur, og vilji koma niður að borða. Ég sagði: „Follow me“. Það eru tvær lyftur í hótelinu, önnur miðja vegu milli gestamóttökunnar og herbergis Bobby og önnur rétt fyrir framan salinn sem Bobby hafði fyrir sig. Nú fórum við og fórum niður í lyftunni sem var nær Blómasalnum og beint inn í Leifsbúð og þar sem flestir fréttamennirnir biðu við lyftuna nær herberginu var ekki tekin ein mynd.“ Hilmar læsti fremri hurð sem var á ganginum inn að Blómasalnum og líka hurðinni inn i Leifsbúð þannig að fréttamennirnir komumst hvergi nærri. „Ég tók matarpöntunina fór fram og læsti þá félaga aftur inni og rauk niður í eldhús en það er í kjallaranum og lagaði matinn í einum hvelli fór með hann upp í Leifsbúð og læsti aftur á eftir mér.“ Hilmar kemur Bobby óséðum af hótelinu Meðan Bobby sat að snæðingi spurði Hilmar skáksnillinginn sérlundaða hvort hann vildi ekki komast út úr hótelinu óséður? Fischer hélt það nú, ef hægt væri að koma því við. Hilmar sagðist geta búið svo um hnúta. Fischer gengur niður landganginn. Mættur til að takast á við Boris Spassky, þáverandi heimsmeistara í skák. Eins og sjá má á þessari mynd var Friðrik Ólafsson, okkar helsti skáksnillingur honum innan handar. Þetta er 18. júlí 1972.Daily Mirror/Mirrorpix/Mirrorpix via Getty Images „Þegar hann var búinn að borða bað ég hann að elta mig og fór með hann niður í kjallara, en það er gangur undir öllu hótelinu enda á milli og allskonar geymslur og vinnsluherbergi. Ég fór með Bobby að brunaútgangi sem er beint undir herbergi 470 en á bakhlið hótelsins og sést ekki frá gestamóttökunni. Bobby hafði bíl sem var lagt þarna á bakvið. Ég sagði honum að bíða í 5 mínútur og fara þá út í bílinn og keyra í burtu. Síðan hljóp ég til baka sömu leið og opnaði fram í gestamóttökuna og gekk fáein skref fram.“ „I am going to kill you“ Fréttamennirnir voru í stórum hópi frammi og biðu þess að Bobby birtist. „Ég bara stóð þarna og þeir biðu með myndavélarnar klárar. Þá kom einhver hlaupandi utan frá og hrópaði að Bobby væri að keyra burt frá hótelinu. Það fór hávær og ákaflega óþægilegur kliður um fréttamannahópnum og sá frá New York Times kom alveg upp að mér. Nefið á honum var tvo til þrjá sentimetra frá nefi mínu og sagði: „I am going to kill you!“ Ég sagði aftur á móti: „Keep your cameras back and things will be good”. Sjaldan hefur hjartað í mér slegið hraðar af spenningi, en eftir þetta héldu fréttamenn sig í hæfilegri fjarlægð.“ Eftir þetta atvik fór Bobby Fischer að treysta Hilmari sem meðal annars lýsti sér í því að hann lokaði ekki skákmöppunni sinni þegar hann nálgaðist. Hilmar segir að Fischer hafi borðað lax í öll mál, enda hann konungur skákarinnar en laxinn konungur fiskanna. Fyrir mér var Bobby fimm til sex ára krakki í líkama fullorðins manns, segir Hilmar.aðsend „Margt fleira sérstakt gerðist á meðan Bobby var á hótelinu meðal annars vildi hann fá að nota sundlaugina eftir lokun á kvöldin og var það auðsótt. Ég opnaði fyrir honum og hann fór inn og fór í sturtu og svo ofaní og þá kom nokkrum sinnum fyrir að hann kallaði til mín og sagði mér að sér fyndist laugin vera kaldari í kvöld en í gærkvöldi og hvort ég gæti hitað hana fyrir sig? Ég svaraði að það gæti ég en það tæki langan tíma og þá umlaði í honum í miklum ólundartóni; ók.“ King of chess and the king of fish Annað sérstakt, segir Hilmar, var að Fischer borðaði nýjan lax í svo til öll mál. „Einn daginn spurði ég hann hvort hann vildi ekki smakka eitthvað annað en laxinn á matseðlinum? Þá svaraði hann: „I am the king of chess. Salmon is the king of fish so that is what I like to eat“. Og þar með vissi ég það.“ Fischer borðaði stundum í kaffiteríunni á Hótelinu með Sæmundi Pálssyni sem var nokkurskonar öryggisvörður fyrir hann eða utan Hótelsinns. „Sæmi rokk eins og hann var oftast kallaður getur sagt margar skemmtilegar sögur, en hann eyddi miklu meiri tíma með honum, prívat en ég.“ Flestar máltíðirnar voru í Leifsbúð. Hilmar segir það hafa verið afar sérstakt að heyra Fischer og aðstoðarfólkið tala saman. „Fyrir mér var Bobby fimm til sex ára krakki í líkama fullorðins manns. Samræðurnar voru þannig. Nema þegar kom að skák, þar var hann bestur. Af öllum tímanum sem Bobby var á Íslandi bjó hann á hótelinu nema 3 nætur sem hann var á Arnarnesinu, að því ég best veit.“ Fischer var í margar vikur á Hótel Loftleiðum og mega það heita góð meðmæli með störfum Hilmars. „Já, ég var mjög montinn með það. Hann var frægur fyrir að finna alltaf eitthvað að og sagan segir að hann hafi skipt um hótel á þriggja til fjögurra daga fresti annars. Mjög sérstakur.“ Einu sinni var... Skák Bandaríkin Rússland Kalda stríðið Einvígi aldarinnar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Á næsta ári verður liðin hálf öld frá því að einvígi aldarinnar var haldið í Reykjavík. Skákundrið Bobby Fischer lagði þá Boris Spassky og hratt þar 24 ára einokun Sovétmanna á heimsmeistaratitlinum. Í júlí í Reykjavík 1972. Fischer tapaði fyrstu skákinni og annarri einnig vegna þess að hann mætti ekki til leiks. Mikið hefur verið ritað, spáð og spekúlerað um það furðulega atvik; að þetta hafi verið liður í sálfræðihernaðinum sem ríkti og þar hafi Fischer tekist að slá Spassky út af laginu. Hilmar kann að segja aðra sögu sem skýrir þetta atvik. Ellismellur á Spáni Vísi hafði borist ábending um að Hilmar byggi yfir ómetanlegri vitneskju sem varpar skýrara ljósi á þennan sögulega atburð. Hann er nú 78 ára gamall, í hörkuformi og er búsettur skammt utan Torrevieja á Spáni, nánar tiltekið á svæði sem kallast Orihuela Costa. Hefur verið nú í kringum þrjú ár og lætur ákaflega vel af sér. Fleiri þúsund Íslendinga eru búsettir á þessum slóðum. Til að mynda eru 700 meðlimir í tiltölulega nýstofnuðu Íslendingafélagi og eru það þó ekki nærri því allir. Hilmar er orðinn 78 ára gamall, í fantaformi og nýtur lífsins á Spáni.aðsend „Ég er bara orðinn ellismellur og er að reyna að hafa það sem best. Opinberlega er ég flóttamaður frá Besta Landi Í Heimi með 340 þúsund í ellilaun frá Bjarna Ben. Ég hætti að vinna 2012 eftir að hafa verið að kenna Bandaríkjamönnum að elda fisk í 22 ár á vegum íslensku fisksölufyrirtækjanna í USA. Ég bjó þar í 12 ár.“ Hilmar segist kunna mannganginn í skák en ekki meira. Áður en við víkjum að þeirri sögu sem Hilmar hefur að segja af kynnum sínum og Bobby Fischers er vert að tæpa á glæsilegum ferli Hilmars. Hann var kokkur í 54 ár, var kallaður ferðakokkur Íslands hér í eina tíð. Glæsilegur ferill Hilmars „Ég var að sjá um landkynningar um allan heim í 20 ár. Var matreiðslumaður Frú Vigdísar fyrstu 12 árinn hennar,“ segir Hilmar. Hann var einn stofnenda Klúbbs Matreiðslumeistara 1972 og er enn meðlimur. Þá var hann í fyrsta landsliði sem keppti fyrir Íslands hönd í alþjóða matreiðslukeppni. „Já, svo stofnaði ég tímaritið Gestgjafann ásamt konunni minni og áttum við það fyrstu 8 árin. Konan dó 2016,“ segir Hilmar sem einnig var varaforseti Alheimssamtaka matreiðslumanna í 5 ár en í samtökunum eru 110 lönd og 10 miljón meðlimir. Ferill Hilmars sem matreiðslumeistari er einstaklega glæsilegur.aðsend Hilmar segist hafa eitt og annað um það að segja þegar Icelandic Seafood var selt árið 2011, það sé skömm og sneypa en það bíður betri tíma. Hann segir að ástandið á Spáni sé erfitt nú vegna kórónuveirunnar. Allir veitingastaðir eru lokaðir, takmarkanir með hvert fólk megi fara, grímur, spritt og tveir metrar en hitinn er að komast í 20 gráður og upp. Hilmar býr með íslenskri vinkonu sinni. Víkur þá sögunni til Reykjavíkur og árið er 1972. Þá hafði verið mikið um það rætt í fjölmiðlum að svo kynni að fara að heimsmeistaramótið í skák ætti að fara fram á Íslandi. Bobby kemur „Dag nokkurn kallaði Erling Aspelund hótelstjóri mig inn á skrifstofu til sín og sagðist þurfa að segja mér leyndarmál. Þannig væri að það væri nokkurn veginn ákveðið að Bobby Fischer mundi búa hjá okkur á meðan á skákmótinu stæði. Að vísu myndi hann hafa aðgang að stóru flottu einbýlishúsi á Arnarnesinu,“ segir Hilmar. Hann segist hafa rekið upp stór augu. Fjölmiðlamannastóð elti Fischer á röndum. Enda er talað um einvígi aldarinnar, Sovétríkin gegn Bandaríkjunum, austrið gegn vestri. Þessi mynd er tekin þegar hann mætir til þriðju skákarinnar gegn Boris Spassky 17. júlí 1972.Express Newspapers/Getty Images Erling sagði Hilmari að meðal þess sem gerði þetta verkefni sérstaklega áhugavert væri sú staðreynd að Bobby hafi aldrei staldrað vði meira en tvo til þrjá daga á sama hótelinu þar sem hann hafi keppt árum áður, hann væri alltaf óánægður með eitthvað og flytti sig þá til og yfir á annað hótel. „Erling sagði að ef úr þessu yrði ætti ég gersamlega sjá um kauða. Það er að segja þegar Bobby vaknar ert þú þar og þegar Bobby fer að sofa ert þú þar, sagði Erling: Ég vil að við getum sagt að hann hafi verið hér allan tímann.“ Fréttamannastóð fylgdi Hilmar sagði „ekkert mál“ og nokkrum vikum síðar mætti Bobby með fríðu föruneyti en einnig um 30 blaða- og fréttamenn bæði frá Evrópu og Ameríku. „Flestir þessir fréttamenn bjuggu á hótelinu hjá okkur. Bobby var sköffuð brúðarsvítan sem var herbergi númer 470. Spassky bjó aftur á móti á Hótel Sögu, einnig með sínu fylgdarliði. Ekki man ég hvar aðstoðarfólkið fékk herbergi nema að aðalaðstoðar maðurinn Séra Lombardy var á annarri svítu á fjórðu hæðinni. Svo var einhver kona með sem ég man ekki nafnið á.“ Matreiðslumeistarinn á Spáni. Hann lítur nú um öxl og ýmislegt fróðlegt kemur upp úr dúrnum sem vert er að halda til haga.aðsend Hilmar segir að þau á Hótel Loftleiðum hafi tekið frá lítinn sal við hliðina á Blómasalnum bara fyrir Bobby og hans fólk til að matast í. „Bobby var sérlega mannfælinn og þoldi alls ekki ljósmyndara og fréttafólk í kringum sig. Í þessum sal hafði ég sett upp eitt átta manna hringborð til að matast við og 2 fjögurra manna borð ef menn vildu setjast annarstaðar. Fyrsta kvöldverðinn hafði ég lagt á borð svipað og við gerðum í Blómasalnum fyrir þríréttaða máltíð með hvítvíns- og rauðvíns- og vatnsglasi og munnþurrku í fallegu broti.“ Fischer sjúklega tortrygginn Hilmar segir að þegar Bobby og Lombardy settust til borðs lagði Bobby framhandlegginn á borðbrúnina og ýtti öllu klabbinu inn á mitt borð. Hann tók upp leðurmöppu sem samanlögð passaði í innanávasa á jakka. Þegar þessi mappa var opnuð reyndist um að ræða ferðatafl með taflmönnum sem stungið var á ská niður í rifur við hvern reit. „Ég kom með matseðlana og hvenær sem ég nálgaðist lokaði Bobby möppunni svo ég gæti ekki séð skákstöðuna sem hann hafði sett upp en hann var að ræða við Lombardy. Ágangur pressunnar var mikill. Hér má sjá mynd af honum á forsíðu Þjóðviljans 5. júlí 1972 undir lýsandi fyrirsögn: Fischer á flótta.timarit.is Ég tók pöntunina og hreinsaði miðjuna á borðinu. Fór fram og læsti kauðana inni, en það var samkvæmt beiðni þeirra. Engin skildi koma þeim að óvörum. Ég bar fram matinn og skammtaði hnífapör til Bobby með hverjum rétti og eitt vínglas í einu. Lombardy og seinna aðstoðarkonan létu borðuppsetninguna standa öfugt við Bobby.“ Eins og þeir sem muna þessa tíma vita hófst kalt stríð milli fylkinganna, austurs og vesturs. „Það var bókstaflega allt sem þessir aðilar gátu fundið upp, til að vera ósammála um. Lýsingin í Laugardalshöllinni var mikið þrætuefni og að einhverskonar njósnakerfi væru í ljósunum, menn héldu líka að það væru njósnakerfi í stólunum sem skaffaðir voru og nokkrir voru skornir í tætlur til að leita að slíku. Og það voru mörg skákborðin og klukkurnar sem voru athugð.“ Bobby hrökklast inn á herbergi aftur Að endingu var allt klárt og það kom að því að tefla. Bobby tapaði fyrstu skákinni eins og áður sagði. En á öðrum keppnisdegi komu upp vandræði. „Bobby hafði komið niður og borðað morgunverð og farið aftur upp á herbergi. Um hálftíma áður enn hann átti að mæta til leiks opnaði hann hurðina til að leggja af stað en þá kom babb í bátinn. Nokkuð sem engin hafði reiknað með. Við Íslendingar vissum á þessum árum ekkert um paparazza. Á ganginum fyrir framan herbergi 470 voru um 30 fréttamenn með allar sínar myndavélar og Bobby, sem hataði blaðamenn, mætti ekki í fyrstu skákina og tapaði þar með fyrsta deginum. Heimsfrétt og ekkert minna,“ segir Hilmar. En enginn íslenskur ljósmyndari var í þeim hópi. Ekki þarf að fletta gömlum blöðum lengi til að sjá hversu mjög mönnum var brugðið þegar Fischer mætti ekki til leiks. Heimurinn stóð á öndinni. Hét getur að líta forsíðu Tímans sem dró hvergi af sér í lýsingunum.tímarit.is Allt þetta gerist án vitundar starfsmanna hótelsins. Einn af amerísku blaðamönnunum sagði Hilmari hvað væri í gangi og hann ákvað að grípa til sinna ráða. „Ég ákvað að fara upp á ganginn í góðum tíma og sjá til þess að fréttamennirnir væru ekki fyrir. Þetta er sennilega einn af mínum stærstu dögum sem veitingastjóri og stundum held ég að það sé mér að þakka að Bobby vann mótið. Ef hann hefði ekki mætt í þriðja sinn, hefðu Rússar unnið.“ Strangar samningaviðræður við ágenga ljósmyndara Þegar Hilmar kom upp á ganginn var allur skarinn mættur vopnaður myndavélum. „Hófst þá eitthvert mesta samningaþóf sem ég hef nokkurn tíma lent í. Ég þurfti bókstaflega að grátbiðja fréttamennina einn eftir annan að fara niður í gestamóttöku og bíða þar. Ef þeir væru myndi Bobby ekki mæta á staðinn, Spassky ynni og allir færu heim daginn eftir. Ég sagði að hann þyrfti hvort sem er að fara í gegnum móttökuna á leið út.“ Eftir langt þras og fjas féllust allir að lokum á að fara niður og gangurinn tæmdist. Þetta var rúmum klukkutíma áður en Bobby átti að mæta. „Ég bankaði og Lombardy opnaði. Ég sagði honum að leiðin væri greið. Þá kom Bobby og segist vera svangur, og vilji koma niður að borða. Ég sagði: „Follow me“. Það eru tvær lyftur í hótelinu, önnur miðja vegu milli gestamóttökunnar og herbergis Bobby og önnur rétt fyrir framan salinn sem Bobby hafði fyrir sig. Nú fórum við og fórum niður í lyftunni sem var nær Blómasalnum og beint inn í Leifsbúð og þar sem flestir fréttamennirnir biðu við lyftuna nær herberginu var ekki tekin ein mynd.“ Hilmar læsti fremri hurð sem var á ganginum inn að Blómasalnum og líka hurðinni inn i Leifsbúð þannig að fréttamennirnir komumst hvergi nærri. „Ég tók matarpöntunina fór fram og læsti þá félaga aftur inni og rauk niður í eldhús en það er í kjallaranum og lagaði matinn í einum hvelli fór með hann upp í Leifsbúð og læsti aftur á eftir mér.“ Hilmar kemur Bobby óséðum af hótelinu Meðan Bobby sat að snæðingi spurði Hilmar skáksnillinginn sérlundaða hvort hann vildi ekki komast út úr hótelinu óséður? Fischer hélt það nú, ef hægt væri að koma því við. Hilmar sagðist geta búið svo um hnúta. Fischer gengur niður landganginn. Mættur til að takast á við Boris Spassky, þáverandi heimsmeistara í skák. Eins og sjá má á þessari mynd var Friðrik Ólafsson, okkar helsti skáksnillingur honum innan handar. Þetta er 18. júlí 1972.Daily Mirror/Mirrorpix/Mirrorpix via Getty Images „Þegar hann var búinn að borða bað ég hann að elta mig og fór með hann niður í kjallara, en það er gangur undir öllu hótelinu enda á milli og allskonar geymslur og vinnsluherbergi. Ég fór með Bobby að brunaútgangi sem er beint undir herbergi 470 en á bakhlið hótelsins og sést ekki frá gestamóttökunni. Bobby hafði bíl sem var lagt þarna á bakvið. Ég sagði honum að bíða í 5 mínútur og fara þá út í bílinn og keyra í burtu. Síðan hljóp ég til baka sömu leið og opnaði fram í gestamóttökuna og gekk fáein skref fram.“ „I am going to kill you“ Fréttamennirnir voru í stórum hópi frammi og biðu þess að Bobby birtist. „Ég bara stóð þarna og þeir biðu með myndavélarnar klárar. Þá kom einhver hlaupandi utan frá og hrópaði að Bobby væri að keyra burt frá hótelinu. Það fór hávær og ákaflega óþægilegur kliður um fréttamannahópnum og sá frá New York Times kom alveg upp að mér. Nefið á honum var tvo til þrjá sentimetra frá nefi mínu og sagði: „I am going to kill you!“ Ég sagði aftur á móti: „Keep your cameras back and things will be good”. Sjaldan hefur hjartað í mér slegið hraðar af spenningi, en eftir þetta héldu fréttamenn sig í hæfilegri fjarlægð.“ Eftir þetta atvik fór Bobby Fischer að treysta Hilmari sem meðal annars lýsti sér í því að hann lokaði ekki skákmöppunni sinni þegar hann nálgaðist. Hilmar segir að Fischer hafi borðað lax í öll mál, enda hann konungur skákarinnar en laxinn konungur fiskanna. Fyrir mér var Bobby fimm til sex ára krakki í líkama fullorðins manns, segir Hilmar.aðsend „Margt fleira sérstakt gerðist á meðan Bobby var á hótelinu meðal annars vildi hann fá að nota sundlaugina eftir lokun á kvöldin og var það auðsótt. Ég opnaði fyrir honum og hann fór inn og fór í sturtu og svo ofaní og þá kom nokkrum sinnum fyrir að hann kallaði til mín og sagði mér að sér fyndist laugin vera kaldari í kvöld en í gærkvöldi og hvort ég gæti hitað hana fyrir sig? Ég svaraði að það gæti ég en það tæki langan tíma og þá umlaði í honum í miklum ólundartóni; ók.“ King of chess and the king of fish Annað sérstakt, segir Hilmar, var að Fischer borðaði nýjan lax í svo til öll mál. „Einn daginn spurði ég hann hvort hann vildi ekki smakka eitthvað annað en laxinn á matseðlinum? Þá svaraði hann: „I am the king of chess. Salmon is the king of fish so that is what I like to eat“. Og þar með vissi ég það.“ Fischer borðaði stundum í kaffiteríunni á Hótelinu með Sæmundi Pálssyni sem var nokkurskonar öryggisvörður fyrir hann eða utan Hótelsinns. „Sæmi rokk eins og hann var oftast kallaður getur sagt margar skemmtilegar sögur, en hann eyddi miklu meiri tíma með honum, prívat en ég.“ Flestar máltíðirnar voru í Leifsbúð. Hilmar segir það hafa verið afar sérstakt að heyra Fischer og aðstoðarfólkið tala saman. „Fyrir mér var Bobby fimm til sex ára krakki í líkama fullorðins manns. Samræðurnar voru þannig. Nema þegar kom að skák, þar var hann bestur. Af öllum tímanum sem Bobby var á Íslandi bjó hann á hótelinu nema 3 nætur sem hann var á Arnarnesinu, að því ég best veit.“ Fischer var í margar vikur á Hótel Loftleiðum og mega það heita góð meðmæli með störfum Hilmars. „Já, ég var mjög montinn með það. Hann var frægur fyrir að finna alltaf eitthvað að og sagan segir að hann hafi skipt um hótel á þriggja til fjögurra daga fresti annars. Mjög sérstakur.“
Einu sinni var... Skák Bandaríkin Rússland Kalda stríðið Einvígi aldarinnar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent