Segir gróf mannréttindabrot framin í skjóli bágborins eftirlits Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 14:00 Arnar Helgi Lárusson segir að fólk sem hafi barist í áratugi fyrir bættum aðgengismálum hér á landi gefi lítið fyrir nýjan aðgengissjóð. Aðsend/Getty Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi. Nú stendur til að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar en hann á að styðja rekstraraðila hyggjast bæta aðgengismál hjá sér. Arnar Helgi Lárusson, formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM), segir að tilkoma sjóðsins sé tímaskekkja og feli í sér afturför. „Samkvæmt öllum byggingarreglugerðum frá 1979 þá á enginn opinber staður að vera óaðgengilegur, þar á meðal bensínstöðvar, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, verslanir, heilbrigðisþjónusta og öll önnur þjónusta. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Sjálfur notast hann við hjólastól líkt og langflestir meðlimir SEM samtakanna. Hugsunin góð en röng stefna „Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá?“ Arnar segir hugsunina að baki sjóðnum vera góða en líkir þessu við að stofna sjóð til að hjálpa fyrirtækjum að uppfylla lögbundnar eldvarnar- eða heilbrigðiskröfur. Nú þegar sé gerð krafa um að aðgengi sé fyrir alla en að hans sögn er allur gangur á því að þeim kröfum sé framfylgt. „Þetta hefur bara verið viðhöfð venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað.“ Samfélagið einangri sig frá fólki í hjólastólum Arnar hefur miklar áhyggjur af nýbyggingum og er ómyrkur í máli þegar hann er spurður út í stöðu mála hér á landi. „Brot á aðgengismálum hreyfihamlaðra á Íslandi eru bara að verða ein langstærstu mannréttindabrot sem eru framin á fólki nokkurs staðar í heimunum. Því þetta er ekki bara það að við komumst ekki á einn eða annað staðinn, þetta er orðið þannig að ef þú verður fyrir því að lenda í slysi þá ertu útilokaður hreinlega frá heilli ætt, allri fjölskyldunni þinni því við höfum ekki fylgt byggingarreglugerðum í svo mörg ár.“ Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar mun í fyrstu beina sjónum sínum að miðbænum. Vísir/Egill „Yfir 95% íbúða á Íslandi eru óaðgengilegar af því það er ekki farið eftir lögum og reglum. Líkurnar á því að þegar þú lendir í slysi að foreldrar þínir séu með aðgengi eða aðrir fjölskyldumeðlimir eru bara mjög litlar. Þú ert útilokaður frá svo rosalega mörgu.“ „Svo er þessi félagslegi þáttur. Það er talað um að fólk í hjólastólum einangri sig, það er ekki rétt heldur er það samfélagið sem einangrar sig frá fólki í hjólastólum ef það kemst ekki að því. Það er svo mikilvægt að þessi hópur fái að komast nánast óáreittur út um allt, það breytir ótrúlega miklu.“ Búið að borga fyrir aðgengi Arnar bendir á að við uppbyggingu húsnæðis sé gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlun að byggingin standist allar reglugerðir og ekki síður kröfur um aðgengi. „Það er búið að borga fyrir þetta aðgengi sama dag og teikningin er samþykkt og sama dag og ákveðið var að fara í framkvæmdina. Það á að borga fyrir þetta allt en kaupandinn eða leigjandinn er sá sem er svikinn af þessum kostnaði. Ef hann á svo að fara að leggja út eitthvað fjármagn og fá einhvern hluta úr Aðgengissjóðnum þá er hann bara að borga tvisvar fyrir það.“ Þess ber að geta að samkvæmt stefnu sjóðsins sem til stendur að stofna í febrúar verður fyrst um sinn lögð áhersla á verkefni í miðbæ Reykjavíkur. Arnar segir að þrátt fyrir að hús byggð fyrir 1979 séu almennt undanskilin núgildandi aðgengiskröfum þurfi byggingarnar að uppfylla þær ef hlutverki þeirra var breytt eftir gildistökuna, til að mynda úr íbúðarhúsi í veitingastað eða verslun. Slíkt eigi við um marga opinbera staði í miðbænum. Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Nú stendur til að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar en hann á að styðja rekstraraðila hyggjast bæta aðgengismál hjá sér. Arnar Helgi Lárusson, formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM), segir að tilkoma sjóðsins sé tímaskekkja og feli í sér afturför. „Samkvæmt öllum byggingarreglugerðum frá 1979 þá á enginn opinber staður að vera óaðgengilegur, þar á meðal bensínstöðvar, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, verslanir, heilbrigðisþjónusta og öll önnur þjónusta. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Sjálfur notast hann við hjólastól líkt og langflestir meðlimir SEM samtakanna. Hugsunin góð en röng stefna „Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá?“ Arnar segir hugsunina að baki sjóðnum vera góða en líkir þessu við að stofna sjóð til að hjálpa fyrirtækjum að uppfylla lögbundnar eldvarnar- eða heilbrigðiskröfur. Nú þegar sé gerð krafa um að aðgengi sé fyrir alla en að hans sögn er allur gangur á því að þeim kröfum sé framfylgt. „Þetta hefur bara verið viðhöfð venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað.“ Samfélagið einangri sig frá fólki í hjólastólum Arnar hefur miklar áhyggjur af nýbyggingum og er ómyrkur í máli þegar hann er spurður út í stöðu mála hér á landi. „Brot á aðgengismálum hreyfihamlaðra á Íslandi eru bara að verða ein langstærstu mannréttindabrot sem eru framin á fólki nokkurs staðar í heimunum. Því þetta er ekki bara það að við komumst ekki á einn eða annað staðinn, þetta er orðið þannig að ef þú verður fyrir því að lenda í slysi þá ertu útilokaður hreinlega frá heilli ætt, allri fjölskyldunni þinni því við höfum ekki fylgt byggingarreglugerðum í svo mörg ár.“ Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar mun í fyrstu beina sjónum sínum að miðbænum. Vísir/Egill „Yfir 95% íbúða á Íslandi eru óaðgengilegar af því það er ekki farið eftir lögum og reglum. Líkurnar á því að þegar þú lendir í slysi að foreldrar þínir séu með aðgengi eða aðrir fjölskyldumeðlimir eru bara mjög litlar. Þú ert útilokaður frá svo rosalega mörgu.“ „Svo er þessi félagslegi þáttur. Það er talað um að fólk í hjólastólum einangri sig, það er ekki rétt heldur er það samfélagið sem einangrar sig frá fólki í hjólastólum ef það kemst ekki að því. Það er svo mikilvægt að þessi hópur fái að komast nánast óáreittur út um allt, það breytir ótrúlega miklu.“ Búið að borga fyrir aðgengi Arnar bendir á að við uppbyggingu húsnæðis sé gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlun að byggingin standist allar reglugerðir og ekki síður kröfur um aðgengi. „Það er búið að borga fyrir þetta aðgengi sama dag og teikningin er samþykkt og sama dag og ákveðið var að fara í framkvæmdina. Það á að borga fyrir þetta allt en kaupandinn eða leigjandinn er sá sem er svikinn af þessum kostnaði. Ef hann á svo að fara að leggja út eitthvað fjármagn og fá einhvern hluta úr Aðgengissjóðnum þá er hann bara að borga tvisvar fyrir það.“ Þess ber að geta að samkvæmt stefnu sjóðsins sem til stendur að stofna í febrúar verður fyrst um sinn lögð áhersla á verkefni í miðbæ Reykjavíkur. Arnar segir að þrátt fyrir að hús byggð fyrir 1979 séu almennt undanskilin núgildandi aðgengiskröfum þurfi byggingarnar að uppfylla þær ef hlutverki þeirra var breytt eftir gildistökuna, til að mynda úr íbúðarhúsi í veitingastað eða verslun. Slíkt eigi við um marga opinbera staði í miðbænum.
Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira