Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2021 12:01 „Forsetinn er þægilegt kaffihús og bar,“ eins og segir á Facebook-síðu staðarins. Forsetinn Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum. Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira