Martin: Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia Basket en þetta er hans fyrsta tímabil á Spáni. Getty/Borja B. Hojas Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson er í veglegu viðtali á heimasíðu Euroleague deildarinnar en þar fer hann meðal annars yfir áhrif frænda hans Jóns Arnórs Stefánssonar. Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Spænski körfuboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira