Fótbolti

Erik­sen hetjan er Inter tryggði sér sæti í undan­úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmark kvöldsins kom beint úr aukaspyrnu.
Sigurmark kvöldsins kom beint úr aukaspyrnu. Marco Luzzani/Getty Images

Christian Eriksen tryggði Inter sæti í undanúrslitum ítalska bikarsins með marki í uppbótartíma gegn erkifjendunum í AC Milan. Lokatölur 2-1 eftir að Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir í fyrri hálfleik.

Mikill hiti var í leiknum og fékk Simon Kjær, fyrsta gula spjald leiksins, strax á 17. mínútu. Hann þurfti hins vegar að fara meiddur af velli nokkrum mínútum siðar. Í hans stað kom Fikayo Tomori inn í sínum fyrsta leik fyrir AC Milan.

Zlatan kom Milan yfir með góðu skoti þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Undir lok fyrri hálfleiksins lenti markaskoraranum saman við Romelu Lukaku. Rifust þeir eins og hundur og köttur á leiðinni til búningsherbergja.

Segja má að Lukaku hafi haft betur en Zlatan fékk sitt annað gula spjald þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn og þar af leiðandi rautt spjald. Lukaku jafnaði svo metin fyrir Inter af vítapunktinum á 71. mínútu leiksins.

Mikið gekk á og var á endanum var tíu mínútum bætt við venjulegan leiktíma. Það var svo komið fram á sjöundu mínútu viðbótartíma þegar Soualiho Meite tók illa við boltanum rétt fyrir utan eigin vítateig og braut í kjölfarið af sér.

Varamaðurinn Christian Eriksen stillti upp boltanum og sendi hann í netið. Staðan orðin 2-1 AC Milan í vil og reyndust það lokatölur. Milan því komið í undanúrslit bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×