Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 10:06 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. vísir Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira