Viðskipti innlent

Bein út­sending: Við­spyrna ferða­þjónustunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Málstofan hefst klukkan níu.
Málstofan hefst klukkan níu.

Árlegur nýársfundur Íslenska ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í dag klukkan níu þar sem sjónum verður beint að helstu áskorunum og tækifærum sem framundan eru í viðspyrnu ferðaþjónustunnar.

Hægt er að fylgast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Í tilkynningu frá SAF kemur fram að birtar verði niðurstöður úr skoðanakönnun sem send var á fyrirtæki í ferðaþjónustu sem endurspegli stöðu greinarinnar nú í upphafi árs.

„Þá mun Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri rýna í stöðu og framtíðarhorfur, mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahag og mögulegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs Icelandair Group og Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri Friðheima og handhafi hvatningaverðlauna Ábyrgrar ferðaþjónustu 2020 munu fara yfir tækifæri og áskoranir fyrirtækja sinna á í þeirri stöðu sem ferðaþjónustan er í.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×