Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 10:30 Ýmir Örn Gíslason stoppar hér Norðmanninn Christian O'Sullivan í leik Íslands og Noregs í gærkvöldi. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0 HM 2021 í handbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
HM 2021 í handbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti