Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:08 Bólusetning er hafin í Noregi líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu og um heiminn. Þar líkt og annars staðar er þó beðið eftir meira bóluefni. EPA/BERIT ROALD/NORWAY OUT Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira