Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:08 Bólusetning er hafin í Noregi líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu og um heiminn. Þar líkt og annars staðar er þó beðið eftir meira bóluefni. EPA/BERIT ROALD/NORWAY OUT Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent