Hörður Axel: Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki Atli Arason skrifar 22. janúar 2021 23:00 Haukar - Keflavík Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur átti fínan leik í kvöld þegar Keflvíkingar unnu baráttuna um Reykjanesbæ gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni er liðin mættust í Dominos-deildinni, lokatölur 77-90. Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör. Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör.
Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti