Liverpool hefur ekki skorað deildarmark síðan Thiago kom aftur úr meiðslum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:21 Thiago Alcantara hefur fengið hrós fyrir frammistöðu sína í leikjum hans með Liverpool en hún er samt ekki að skila Liverpool liðinu mörkum. Getty/Andrew Powell Liverpool liðið hefur ekki skorað í meira en sjö klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni og lærisveinar Jürgen Klopp eru enn markalausir á árinu 2021. Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira