Hlutirnir hafa algjörlega snúist við hjá United og Liverpool á 80 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 11:31 Bruno Fernandes með boltann í leik Manchester United og Liverpool á dögunum en Liverpool mennirnir Georginio Wijnaldum og Sadio Mane eru til varnar. Getty/ Michael Regan Phileas Fogg ætlaði að fara í kringum jörðina á 80 dögum í heimsfrægri sögu Jules Verne en einmitt á þeim tíma hefur staða erkifjendanna Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni snúist alveg við. Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira